Réttur


Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 23

Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 23
JÓHANNES ÚR KÖTLUM: Talað við Atómfólk Rœða flutt á landsþingi Æ.F 1. október 1955 Þegar maður á mínum aldri stendur frammi fyrir æskufólki sem hann hefur lofað að ávarpa, þá sér hann um seinan að enn einu sinni hefur hann látið bónþægnina hlaupa með sig í gönur. Til hvers er fyrir hálfsextugan sveitakarl að tala við nýmóðins kaupstaðabörn? Hvað hefur hann að segja þeim sem þau vita ekki miklu betur en hann? Það skyldi þá helzt vera að þylja enn einu sinni eitthvað af þessum margtuggnu smalasögum ellegar lýsa kvöldvökunum í gamla daga. Mér fer því líkt og einum frænda mínum gömlum fyrir vestan, en viðkvæði hans var löngum þetta: hvað get ég sagt sem bý hér lengst frammi í dal og veit ekki neitt. Að vísu má vera að ungt fólk geti haft gaman af fornum sög- um, en ég hefði þó haldið að allajafna væri því meir í muna að velta fyrir sér viðhorfum líðandi stundar og þó allra helzt að reyna að rýna eitthvað inn í framtíðina. Að minnsta kosti skilst mér að slíkt hljóti að vera meginviðfangsefni þess þings sem hér situr að störfum. Og svo á gamall kúreki og þorskhausarífur að koma hér með eitthvert innlegg ykkur til sáluhjálpar! Hvílík fásinna! Hvílíkur dauðans misskilningur! Við skulum sem sé gera okkur alveg ljóst að á milli mín og ykkar er staðfest mikið djúp — svo mikið að Ingólfur sá sem einu sinni var bóndi hér í Reykjavík stendur í rauninni öllu nær mér en þið. Hann var maður hamarsins og sigðarinnar eins og ég. Þið eruð aftur á móti fólk vélarinnar, hins margslungna galdra- tækis sem hefur ekki einungis tekið við flestum störfum manns-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.