Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 61
RÉTTTJE
189
ana og mæðurnar. Óvinirnir mæta þar þéttum skógi af hornum
hringinn í kring.
í menningarlöndum má nú heita öflug samheldni milli emb-
ættismanna, klerka og kaupmanna, og hefir lengi verið. Enn-
fremur hefi eg nú bent á, að reynslan hefir sýnt, að þar sem
menning og menntun er komin lengst á veg og blöff verka-
manna flest og sterkust, t. d. í Danmörku og á Þýzkalandi —
þar eru og samtökin orðin öflugust, og eiga nú, eftir því sem út
lítur, vissan sigur áður en langt líður.
En þetta stríð hefir nú líka staðið þar í 40 ár og næstum óslit-
ið sumstaðar. Og við, sem höfum að mestu heyrt þann vopnagný
álengdar og verið sjálfir langt frá bardögunum, gerum okkur
naumast í hugarlund, hver fádæma ógrynni sá sigur hefir kost-
að, af ósérplægni einstakra manna og atorku eða þolgæði í
ýmiskonar háðung og hörmungum. Ennfremur geysilegt fjár-
magn — margar milljónir króna úr vösum verkamanna og
vina þeirra. En sigurinn er sælastur þegar hann er dýrustu
verði keyptur. Eg hefi sjálfur 12 ára persónulega kynningu af
þessum bardaga, eins og hann hefir verið háður í Danmörku.
Eg hefi séð þar sjálfur hvernig jafnaðarmenn hafa brotist í
gegn um skort og vandræði, háð og hatur, og eru nú orðnir,
eins og ég gat um, meiri hluti í bæjarstjóm Kaupmannahafn-
ar, öflugur flokkur á þingi, og að þeir hafa stofnsett eitt
stærsta bakarahús bæjarins og spomað við hækkun brauðverðs,
svo að þeir hafa sparað borgarbúum — fátækum og ríkum — óefað
nokkur hundruð þúsunda króna á ári, og auk þess fyrir öl-
gerð, kjötverzlun o. fl. o. fl.
Stærsta blaðið þeirra (Social-Demokraten) gefur þeim yfir
100,000 kr. ágóða á ári, og hefir yfir 60 þúsund kaupendur, og
kostar þó 13 kr. árgangurinn. En fjöldi kaupendanna er alls
ekki ríkari en við erum flestir. — Eg hefi nú í 25 ár keypt
og lesið útlend blöð og tímarit jafnaðarmanna, og varið til
þess alt að 20 krónum árlega. Það er tæplega mögulegt að lesa
árum saman þau rit án þess að sáma svo niðurlægingin, að maður
hlýtur að verða félagslyndur, og reyna það sem unnt er til þess
að færa menn saman.
Frá minni hendi get eg nú ekki bent á nema ofurlítið af
góðum vilja. Og það vita margir góðir menn í þessu félagi,
að eg hefi boðið fram þá litlu fræðslu, sem eg gat veitt, ef menn
hefðu séð sér gagn að því að þiggja það. Af því það er sam-
færing mín að fræðslan og þekkingin komi ykkur upp á sam-
taka og sigurbrautina. Þessi sannfæring mín er orsök í því að