Réttur


Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 10

Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 10
138 RÉTTTJR manna verði beint að eflíngu sjálfstæðis íslensks þjóðarbúskapar á tæknilegum grundvelli. Undirstaða auðlegðar á Islandi er vinnu- afl þjóðarinnar. Aður meðan við vorum útlend nýlenda, var flutt héðan hvert það verðmæti sem nýlendustjórnin kærði sig um að hafa af því lítilræði sem frumstæðir bændur og sjósóknarar sóttu hörðum höndum í skaut lands og sjávar. Lángtímum saman fannst hinni erlendu nýlendustjórn þó varla svara kostnaði að senda ís- lendíngum aungla eða færi til að draga fisk. Oll þjóðin lifði við kjör fángabúðarþræla. Einstökusinnum lét nýlendustjórnin senda híngar skip með hallæriskorn, þegar fólk var farið að horfalla; en slíkar sendíngar áttu meira skylt við kristilega góðgerðarstarf- semi en hagfræði, og hafa vonandi orðið til að afla gefendunum þeirrar vistar í himnaríki sem kristileg góðgerðarstarfsemi hefur að takmarki. Eftir alþjóðlegu hagstjórnarlögmáli mun svo enn verða, að meðan útlendíngar ráða vinnuafli manna á Islandi, þá ráðstafa þeir því sér í hag og sínum fyrirtækjum, þeir reisa ein- hverjar stassjónir hér og hvar um landið, og þángað hverfa starf- andi menn íslenskir til að gerast óvirkir þjóðfélagsþegnar. Þessum starfsmönnum við hin útlendu fyrirtæki er að vísu greitt í pen- íngum; en verðlitlum peníngum sem eru gleyptir jafnóðum af brennivínssölum, súkkulaðiframleiðendum og mojbúðum; þessir peníngar fara sömu leið og verkið sem þeir eru goldnir fyrir: fyrir norðan garð og neðan í íslenskum þjóðarbúskap. Mér virðist ekki útí bláinn á fullveldisdegi íslendínga, að leiða hugann að því hvort við eigum að sólunda íslensku vinnuþreki í útlenda verk- leysu heldur en hagnýta hugvit og handafl landsmanna til að efla innlenda atvinnuvegi, siglíngar og verslun, efla íslenskan þjóðar- búskap, efla það fuliveldi Islands sem ekki sé aðeins orðin tóm. Við höfum á næstliðnum áratugum að verulegu leyti gert okkur fjárhagslega undirstöðu sem hæf sé að bera alþjóðlega nútíma- menníngu. Eg er ekki að hafa á móti útlendum áhrifum. Menníng heimsins er í því fólgin að þjóðirnar noti sér af hugviti hver ann- arrar en ekki að þær gerist trosberar hver annarrar eða handbendi. Þó við séum ríkari að afli og hugviti en nokkru sinni fyr í þjóð- arsögunni, þá er slíkt lítilsnýtt ef við höfum ekki þá trú á manngildi okkar, þá virðíngu fyrir þjóðerni okkar, sem geri okkur stolta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.