Réttur


Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 29

Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 29
RÉTTUR 157 þindarlaust boðuð sú speki að allur tapreksturinn sé því að kenna að verkalýðurinn, þessar tiltölulega fáu hræður sem skapa útflutn- ingsverðmætin með vinnu sinni og standa þannig undir sjálfri tilveru þjóðarinnar. loaji allt of hátt kaup. Hitt þykja aftur á móti mikil hagvísindi að efla nú sauðfjárbændur sem skjótasr til of- framleiðslu og greiða síðan allt að tveim þriðju hlutum verðs með kjötinu á erlendum markaði. Þannig gætum við endalaust ráfað um völundarhús prangaranna án þess að finna nokkrar dyr. Þetta furðulega ásigkomulag efnahagslífsins setur svo sinn svip á öll önnur svið þjóðlífsins. Það er nefnilega ekki sjálf þessi spilling stríðsgróðastéttanna og ríkisvaldsins sem er alvarleg- asta vandamálið, heldur hitt að aðþýða Islands skuli láta brjál- aða manninn í þessu galihúsi leika lausum hala eins og ekkert sé. Maðurinn hefur nefnilega ekki ráð á neinni atómsprengju — það eru íbúarnir í húsinu sem hafa úrslitavopnið í hendi sér, sinn kosningarrétt, og geta kastað þeim geggjaða út um dyrnar hvenær sem þeim sýnist. Hvernig stendur á því að við sættum okkur sífellt við falsaða vísitölu? Hvernig stendur á því að við höldum endalaust áfram að gefa með framleiðslunni, jafnframt því sem við kaupum hana æ hærra verði sjálfir? Hvernig stend- ur á því að við búum enn í dag við svo háa húsaleigu að sjálfir okrararnir þora ekki einu sinni að nefna hana upphátt? Hvernig stendur á því að við höfum árum saman unnið að því að smíða okkar eigin glatkistu suður á Keflavíkurflugvelli? ★ Ég held að það sé ekki til neins fyrir okkur sósíalista að segja sem svo: en ég er á móti þessu öllu saman, þetta er ekki mér að kenna, ég hef barizt gegn því eins og ég hef getað. I fyrsta lagi er það nú ævinlega svo að þegar ábyrgðarlausir valdníðingar fremja glapræði gagnvart þjóð sinni, þá lendir auð- vitað öll ábyrgðin á saklausasta og heiðarlegasta hluta hennar — það er þá hann sem verður að bjarga því sem bjargað verður. I öðru lagi skulum við ekki láta okkur detta í hug að við höfum verið algerlega ósnortin af þeirri græðgi, því æði og sljó- leika í senn, sem einkennt hefur þjóðina á undanförnum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.