Réttur - 01.06.1955, Side 29
RÉTTUR
157
þindarlaust boðuð sú speki að allur tapreksturinn sé því að kenna
að verkalýðurinn, þessar tiltölulega fáu hræður sem skapa útflutn-
ingsverðmætin með vinnu sinni og standa þannig undir sjálfri
tilveru þjóðarinnar. loaji allt of hátt kaup. Hitt þykja aftur á móti
mikil hagvísindi að efla nú sauðfjárbændur sem skjótasr til of-
framleiðslu og greiða síðan allt að tveim þriðju hlutum verðs
með kjötinu á erlendum markaði. Þannig gætum við endalaust
ráfað um völundarhús prangaranna án þess að finna nokkrar dyr.
Þetta furðulega ásigkomulag efnahagslífsins setur svo sinn svip
á öll önnur svið þjóðlífsins. Það er nefnilega ekki sjálf þessi
spilling stríðsgróðastéttanna og ríkisvaldsins sem er alvarleg-
asta vandamálið, heldur hitt að aðþýða Islands skuli láta brjál-
aða manninn í þessu galihúsi leika lausum hala eins og ekkert
sé. Maðurinn hefur nefnilega ekki ráð á neinni atómsprengju
— það eru íbúarnir í húsinu sem hafa úrslitavopnið í hendi sér,
sinn kosningarrétt, og geta kastað þeim geggjaða út um dyrnar
hvenær sem þeim sýnist. Hvernig stendur á því að við sættum
okkur sífellt við falsaða vísitölu? Hvernig stendur á því að við
höldum endalaust áfram að gefa með framleiðslunni, jafnframt
því sem við kaupum hana æ hærra verði sjálfir? Hvernig stend-
ur á því að við búum enn í dag við svo háa húsaleigu að sjálfir
okrararnir þora ekki einu sinni að nefna hana upphátt? Hvernig
stendur á því að við höfum árum saman unnið að því að smíða
okkar eigin glatkistu suður á Keflavíkurflugvelli?
★
Ég held að það sé ekki til neins fyrir okkur sósíalista að segja
sem svo: en ég er á móti þessu öllu saman, þetta er ekki mér að
kenna, ég hef barizt gegn því eins og ég hef getað.
I fyrsta lagi er það nú ævinlega svo að þegar ábyrgðarlausir
valdníðingar fremja glapræði gagnvart þjóð sinni, þá lendir auð-
vitað öll ábyrgðin á saklausasta og heiðarlegasta hluta hennar
— það er þá hann sem verður að bjarga því sem bjargað verður.
I öðru lagi skulum við ekki láta okkur detta í hug að við
höfum verið algerlega ósnortin af þeirri græðgi, því æði og sljó-
leika í senn, sem einkennt hefur þjóðina á undanförnum árum.