Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 52
180
RÉTTTJR
þingi, sem eru trúir málstað vinnandi fólks og sem for-
dómalaust vilja vinna að istefnumálum þeim, sem Al-
þýðusambandið hefur markað, er skilyrði þess, að ný
stjómarstefna, vinsamleg verkalýðssamtökunum og vinn-
andi fólki, verði tekin upp, og að takast megi að leysa
hagsmunamál almennings án sí-endurtekinna verkfalla“.
Viðræðunefnd Alþýðusambandsins var þvínæst falið að
gangast fyrir stofnun bandalags allra þeirra aðila, flokka
og samtaka, er vildu ganga sameiginlega til kosninga í
sumar á grundvelli stefnuyfirlýsingar sambandsins. —
Málfundafélag iafnaðarmanna í Reykjavík ákvað að gerast
aðili að kosningabandalagi vinstri manna. Fulltrúaráð
verkalýðsfélaganna í Reykjavík og á Akureyri hafa lýst
samþykki sínu við gerðir Alþýðusambandsins og stuðn-
ingi við væntanleg kosningasamtök alþýðunnar. — Þau
verkalýðsfélög, sem þegar hafa haldið fundi til að ræða
málið, hafa gert slíkt hið sama, þar á meðal Verkalýðs-
félag Borgarness, þar sem fylgismenn stjórnarflokkanna
eru í meirihluta og fara með stjórn. Þó var samþykkt þess
einróma.
Svar hægri mannanna í Alþýðuflokknum varð hins veg-
ar það, að reka forseta Alþýðusambandsins, Hannibal
Valdimarsson, úr flokknum. Þetta gerðist 22. marz. Þjóð-
varnarflokkurinn hafnaði einnig tilboði um samvinnu.
Sama dag sem Hannibal var rekinn úr Alþýðuflokknum
sneru þeir Hermann 'Jónasson og Haraldur Guðmundsson
sér til Sósíalistaflokksins og spurðu hvort flokkurinn vildi
fallast á að afstýra vantrausti á ríkisstjórn, er Hermann
Jónasson myndaði og Framsóknarflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn yrðu aðilar að. Skyldi sú stjórn hafa það hlut-
verk að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga, en hlutleysi
Sósíalistaflokksins yrði veitt án allra skilyrða.
Sósíalistaflokkurinn svaraði að hann væri reiðubúinn til
að veita hlutleysi stjórn, er Hermann Jónasson myndaði,
gegn því að eftirfarandi málum yrði ráðið til lykta áður en