Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 24
152
BÉTTUR
handarinnar, heldur virðist og á góðum vegi með að leysa sjálfan
mannsheilann af hólmi. Við Ingólfur heyrum til hinum frum-
stæðu böslurum sem erja jörðina í sveita síns andlits og hræðast
náttúruna vegna þess að þeir hafa of litið vald yfir henni. Þið
tilheyrið aftur á móti tæknisnillingunum sem styðja bara fingrin-
um á takka, en hræðast náttúruna vegna þess að þeir liafa of
rnikið vald yfir henni. Og finnst ykkur svo líklegt að við skiljum
hvort annað til hlítar svona í hvellinum?
Samkvæmt öllu eðli málsins væri stórum skynsamlegra að ég
settist við ykkar fótskör til þess að spyrja og fræðast um sam-
tímann og framtíðina. Sú öld sem mig mótaði er nú liðin hjá
og ég hef því næsta takmarkaða möguleika til að skilja og meta
þá öld sem hefur ykkur nú í deiglunni. Mitt hlutverk að þessu
siniii verður þá heldur ekki annað en það að drepa á fáeina
drætti í svip þeirrar nýju aldar, atómaldarinnar, sem ég þykist
geta dregið sennilegar ályktanir af — auðvitað út frá sjónarhóli
minnar gömlu aldar. Tilganginum væri náð ef það gæti orðið
til þess að djúpið sem á milli er mjókkaði þó ekki væri nema
svo sem um eina spönn.
Nú kann einhver að hugsa sem svo: en hvaða djúp er maður-
inn alltaf að tala um — er hann kannski ekki sósíalisti eins og
við og hvað ætti þá að bera á milli?
En ég held að málið sé ekki svona einfalt. Hin ytri form
tilverunnar virðast ákvarða mjög okkar andlegu sjónarhætti þeg-
ar á unga aldri: hjarðsveinninn af heiðum ofan og hinn sérhæfði
iðnsveinn borgarinnar skynja umheiminn hvor í sinni mynd —
og það þarf meira en lítið af skarpskygni og umburðarlyndi til
þess að þeir geti skapað sameiginlegan kjarna í viðhorf sín. Mín
kynslóð og ykkar kynslóð renna að vísu í hið sama haf, en það
er undir báðum komið hvort úr þeirri blöndun verður lifandi
frjómagn eða dauð upplausn í djúpinu sem á milli liggur.
Hér á þessu þingi munuð þið ræða þjóðfélagsmál: núverandi
afstöðu milli kapítalisma og sósíalisma, ástandið hér heimafyrir
í ljósi heimsviðburðanna — og svo framvegis. Þetta hlýtur að
vera mikill vandi eins og nú er í pottinn búið, þar sem ylckur að
réttu lagi ber að vera framvarðasveit, ekki aðeins hinnar sósíalísku