Réttur


Réttur - 01.06.1955, Qupperneq 24

Réttur - 01.06.1955, Qupperneq 24
152 BÉTTUR handarinnar, heldur virðist og á góðum vegi með að leysa sjálfan mannsheilann af hólmi. Við Ingólfur heyrum til hinum frum- stæðu böslurum sem erja jörðina í sveita síns andlits og hræðast náttúruna vegna þess að þeir hafa of litið vald yfir henni. Þið tilheyrið aftur á móti tæknisnillingunum sem styðja bara fingrin- um á takka, en hræðast náttúruna vegna þess að þeir liafa of rnikið vald yfir henni. Og finnst ykkur svo líklegt að við skiljum hvort annað til hlítar svona í hvellinum? Samkvæmt öllu eðli málsins væri stórum skynsamlegra að ég settist við ykkar fótskör til þess að spyrja og fræðast um sam- tímann og framtíðina. Sú öld sem mig mótaði er nú liðin hjá og ég hef því næsta takmarkaða möguleika til að skilja og meta þá öld sem hefur ykkur nú í deiglunni. Mitt hlutverk að þessu siniii verður þá heldur ekki annað en það að drepa á fáeina drætti í svip þeirrar nýju aldar, atómaldarinnar, sem ég þykist geta dregið sennilegar ályktanir af — auðvitað út frá sjónarhóli minnar gömlu aldar. Tilganginum væri náð ef það gæti orðið til þess að djúpið sem á milli er mjókkaði þó ekki væri nema svo sem um eina spönn. Nú kann einhver að hugsa sem svo: en hvaða djúp er maður- inn alltaf að tala um — er hann kannski ekki sósíalisti eins og við og hvað ætti þá að bera á milli? En ég held að málið sé ekki svona einfalt. Hin ytri form tilverunnar virðast ákvarða mjög okkar andlegu sjónarhætti þeg- ar á unga aldri: hjarðsveinninn af heiðum ofan og hinn sérhæfði iðnsveinn borgarinnar skynja umheiminn hvor í sinni mynd — og það þarf meira en lítið af skarpskygni og umburðarlyndi til þess að þeir geti skapað sameiginlegan kjarna í viðhorf sín. Mín kynslóð og ykkar kynslóð renna að vísu í hið sama haf, en það er undir báðum komið hvort úr þeirri blöndun verður lifandi frjómagn eða dauð upplausn í djúpinu sem á milli liggur. Hér á þessu þingi munuð þið ræða þjóðfélagsmál: núverandi afstöðu milli kapítalisma og sósíalisma, ástandið hér heimafyrir í ljósi heimsviðburðanna — og svo framvegis. Þetta hlýtur að vera mikill vandi eins og nú er í pottinn búið, þar sem ylckur að réttu lagi ber að vera framvarðasveit, ekki aðeins hinnar sósíalísku
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.