Réttur


Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 57

Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 57
RÉTTUR 1S5 Undanhald í landhelgismálinu Lengi hefur verið uppi þrálátur orðrómur um það, að til mála hefði komið í viðræðum milli brezkra og íslenzkra stjórnarvalda, að íslendingar breyttu stefnu sinni i land- helgismálunum gegn því að löndunarbanninu í Bretlandi yrði aflétt. Til þess að fá rétta fræðslu um þetta frá fyrstu hendi bar Einar Olgeirsson fram fyrirspurn á Alþingi í nóvember s.l. ár. Spurði hann hvort ríkisstjórnin áliti að til mála kæmi að gefa skuldbindingar um það, að færa ekki út landhelgislínuna um óákveðinn tíma. Það var ekki fyrr en í janúar þessa árs að Ólafur Thors isvaraði fyrirspurn þessari. Var svar hans á þá leið, að enginn hefði hugsað sér að semja um að færa inn nú- verandi landhelgislínu eða gefa skuldbindingar um hana sem framtíðarlausn. Spurði Einar þá hvort þetta bæri að skilja svo að ríkis- stjórnin teldi sig geta samið um það til bráðabirgða eða um takmarkaðan tíma að landhelgin yrði ekki stækkuð. Ekkert svar fékkst við því. 1 janúar fóru á ný að berast fregnir um það frá Eng- landi að þar færu fram viðræður um löndunarbannið. En 7. janúar var tilkynnt að Efnahagsstofnun Evrópu hefði lagt fram tillögur til lausnar landhelgisdeilunni, þess efn- is, að Bretar afléttu löndunarbanninu gegn því að Islend- ingar færi landhelgislínu sína ekki út fyrir núverandi fjögurra mílna takmörk. Snemma í febrúar var svo frá því skýrt, að þrír full- trúar frá íslenzkum togaraeigendum, þeir Kjartan Thors, Jón Axel Pétursson og Loftur Bjarnason hefðu farið til Parísar á fund með fulltrúum brezkra útgerðarmanna til þess að ræða löndunarbannið. Á Alþingi lágu frammi tillögur frá þingmönnum bæði úr stjórnarliðinu og stjórnarandstöðunni um nokkra stækk- un landhelginnar. Munu flestir vera á einu máli um, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.