Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 45
RÉTTUR
173
grætt á útgerðinni undanfarin ár, olíufélögin, bankarnir,
vátryggingarfélög og skipafélög, yrðu skattlögð sem þess-
ari upphæð næmi. Allar þessar tillögur felldu stjórnarflokk-
arnir-
10. þing Sósíalistaflokksins
Dagana 4.-6. nóvember s.l. ár var 10. þing Sameining-
arflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins háð í Reykjavík.
Þingið samþykkti einróma margar gagnmerkar álykt-
anir um stefnu flokksins. Auk ýtarlegrar stiórnmálaálykt-
unar voru gerðar ályktanir um verkalýðsmál, sjávarútvegs-
mál, landbúnaðarmál, iðnaðarmál og um flokksstarfið. 1
stjórnmálaályktuninni er mest áherzla lögð á samstarf
alþýðustéttanna á stjómmálasviðinu. Fer hér á eftir þriðii
kafli ályktunarinnar, sem f jallar um þetta efni:
..Höfuðverkefni flokksins á næstunni er að koma á víð-
tæku samstarfi alþýðustéttanna og allra framsækinni afla
um ríkisstjórn á gmndvelli þess samstarfs. Frumskilyrði
slíks samstarfs og slíkrar ríkisstjórnar er eining í verka-
lýðsstéttinni, öruggt pólitískt samstarf Sósíalistaflokksins
og Alþýðuflokksins. Flokksþingið minnir á stefnuskrá
flokksins við Alþingiskosningarnar 1953 og stjórnmála-
ályktun síðasta flokksþings, sem hvorttveggja er enn í
fullu gildi.
Flokksþingið fagnar því frumkvæði, sem miðstjórn Al-
þýðusambands Islands hefur haft um tillögur að stefnuskrá
vinstri ríkisstjórnar og samninga vinstriflokka á þeim
grundvelli og lýsir yfir samþykki sínu við afstöðu mið-
stjórnar til stefnuyfirlýsingar Alþýðusambandsstjórnar.
Álítur þingið hvorttveggja rétt og nauðsynlegt, að koma
á kosningabandalagi Sósíalistaflokksins, Alþýðuflokksins
og Þjóðvarnarflokksins, þannig að þeir bjóði fram sem
einn kosningaflokkur, og að koma á vinstri ríkisstjórn svo
sk jótt sem kostur er á.
Flokksþingið leggur áherzlu á, að myndun slíkrar rikis-