Réttur


Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 15

Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 15
HALLDÓR KILJAN LAXNESS: Rœða flutt við móttöku nóbelsverðlauna 10. des. 1955 Herrar mínir og frúr! Þann dag fyrir nokkrum vikum þegar þar var komið, að mér bauð í gTun, að ákvörðun sænsku akademíunnar, sú er fyrir hönd- um var, kynni að varða mig, var ég á ferðalagi í Suður-Svíþjóð. Þegar cg var orðinn einsamall í gistiherbergi mínu um kvöldið, var því ekki nema eðlilegt, að hugur minn tefði við það hlutskipti, sem kynni að bíða lítilmótlegs ferðalángs og skáldmennis, upp- runnins af ókunnu og afskektu eylandi, ef stofnun, sem hefur á valdi sínu að ljá andlegum verkum viðurkenningu og frægð, skyldi nú kveðja til slíkan mann að rísa úr sæti og stíga fram í bjarmann af leiksviðsljósum veraldarinnar. Það er ef til vill eigi undarlegt að fyrst af öllu hafi mér orðið og verði enn á þessari hátíðisstund hugsað til vina minna og ást- vina, og alveg sérstaklega til þeirra, sem stóðu mér næst í æsku, menn, sem nú eru horfnir sjónum. Og jafnvel meðan þeir enn voru ofan moldu, þá nálguðust þeir að vera af kynflokki huldu- manna að þvi leyti sem nöfn þeirra voru fáum kunn, og enn færri muna þau nú. Þó hafa þeir með návist sinni í lífi mínu lagt undir- stöðuna að hugsun minni. Ég hugsaði einmitt til þeirra undursam- legu manna og kvenna þjóðdjúpsins sem veittu mér fóstur. Ég hugsaði til föður míns og móður minnar. Og ég hugsaði sér í lagi til hennar ömmu minnar gömlu, sem var búin að kenna mér ótal vísur úr fornöld áður en ég lærði að lesa. Eg hugsaði, og hugsa enn á þessari stundu, til þeirra heilræða,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.