Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 41
RÉTTUR
169
taki þátt í reksturskostnaði hans eftir sömu reglum og
gilda rnn skóla gagnfræðastigsins.
Einnig leggi ríkið fram fé að jöfnu móti verkalýðssam-
tökunum til orlofs- og hvíldarheimila, er verkalýðssamtök-
in koma á fót.
6. Tekið sé upp strangt verðlagseftirlit, og verðlags-
ákvarðanir um vörur, húsnæði og hvers konar þjónustu, og
hafi samtök alþýðu manna aðstöðu til áhrifa á skipan og
stjórn þeirra mála.
7. Ríkið taki upp þá reglu í samskiptum við verkalýðs-
samtökin að semja við þau í tæka tíð fyrir öll fyrirtæki sín.
svo að ekki komi til vinnustöðvana hjá þeim. Ríkið láti
fyrirtæki sín ekki aðstoða einkaatvinnurekendur í vinnu-
deilum með sameiginlegri þátttöku í slíkum átökum.
8. Löggjöf verði tafarlaust sett um 12 stunda hvíld á
togurum, um þriggja vikna orlof verkafólks og um 8
stunda vinnudag.
IV. Utanríkismál
Sjálfstæði þjóðarinnar verði verndað og tryggt og sívak-
andi barátta háð gegn erlendri ásælni úr hvaða átt og í
hvaða mynd sem hún birtist. Það vinnuaf 1, sem nú er bund-
ið við hemaðarvinnu í þjónustu erlends ríkis, verði leyst
frá þeim störfum og aftur beint að framleiðslu þjóðarinnar,
frekari hernaðarframkvæmdum hætt og hinn erlendi her
látinn víkja úr landinu með uppsögn samningsins frá 1951“.
Sósíalistaflokkurinn lýsti þegar yfir fögnuði sínrnn yfir
þessu f rumkvæði og lýsti sig algerlega sammála þessari yf-
irlýsingu sem umræðugrundvelli. Svar Þjóðvarnarflokks-
ins var líka jákvætt að því er snerti stefnuyfirlýsinguna.
Hins vegar vildi hann engin svör gefa um það hvort
hann væri fús til samstarfs. Framsóknarflokkurinn vildi
fyrst í stað engin skýr svör gefa. Þegar fulltrúar Alþýðu-
flokksins komu loks til viðtals var það til að lýsa því yfir