Réttur


Réttur - 01.06.1955, Side 12

Réttur - 01.06.1955, Side 12
140 BÉTTUR biskup eða herstjóri ætti húsbóndarétt yfir íslandi; og þó þessi til- finníng lifði stundum veiku lífi djúpt undir þelanum hjá íslenskum almenníngi og hinum bestu mönnum landsins uns hún skaut sprot- um sem voldugt líftré í sjálfstæðishreyfíngu 19. aldar, þar sem Jón Sigurðsson var og svo ýmsir ágætir samverkamenn hans, sumir forgaungumenn hans, aðrir eftirmenn. Það er ekki óalgeingt viðkvæði hér á landi nú á dögum, þegar talið berst að nauðsyn þess að marka stefnu Islands sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis í einhverju máli, að menn segja svo: „Eg er þessu máli fylgjandi í hjarta mínu og ég skal reyna að styðja það svo lítið ber á, en ég vil ekki láta bendla mig við það opinberlega, því þá getur verið að ég fái ekki stöðuna sem ég er að hugsa um, ellegar missi þá stöðu sem ég hef; eða mér verði synjað um lán sem ég þarf að fá; eða fái ekki að fara til Ameríku og verði meira að segja kannski skammaður í blöðunum." Það eru heimildir fyrir því að barátta Jóns Sigurðssonar og sam- herja hans hafi ekki í fyrsta lagi verið háð við hina erlendu ný- lendustjórn, heldur einkum og sérílagi við þá menn hér heima á Islandi sem hugsuðu og töluðu einsog þeir sem ég nú vitnaði til. Menn af þessu tagi eru höfuðóvinir sjálfstæðis og fullveldis þjóðar sinnar, ekki vegna þess að þeir eigi beinan þátt í að ráða landið undir útlendínga, það gera venjulega aðrir sem standa þeim ennþá ofar að mannvirðíngum; heldur af því að þeir eru hræddir við að fylgja því sem þeir vita rétt. Það er hörmulegt þegar menn fara að líta á embætti sín, stöður eða lánstraust sem gýligjafir sér til handa, fyrir að fylgja fram því sem þeir vita að er rángt. Þegar einhver álitlegur hópur manna í frammáliði þjóðar hefur þannig mist hið innra sjálfstæði, glatað hugmyndinni um manngildi, þá er ekki góðs að vænta. Sjálfstæði þjóðar hefst ekki í fullveldi á pappírnum, né í skála- ræðum og húrrahrópum, heldur á því að trúnaðarmenn almenn- íngs, aungvusíður en almenníngur sjálfur, þori að vera menn; þora að standa uppí hárinu á hvaða útlendum erkibiskupi sem er og staðfesta að maður sé íslendíngur eftir þeirri siðferðiskröfu sem í orðinu íslendíngur felst. Utlendir ofríkismenn sem hafa troðið sér inn og sest upp í ókunnu landi, fyrirlíta aungva jafn-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.