Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 6
134
RÉTTXJR
aðeins „slormfuglinn' , heldur og „boðbera stormsins", þar sem hann boðar
eigi aðeins hinn komandi storm, HELDIJR KALLAR HANN TIL SÍN".
Hinn gamli bolsévikki, Jemeljan Jaroslavski, segir í grein, sem heitir
„Vegur verkalýðssk.-ildsins í banni laganna", eftirfarandi um upphaf tuttug-
ustu aldar:
„Svo komu „Vorlög" Gorkis, scm
voru prentuð og afrituð, en einkum
hafði „Stormfugl" Gorkis, þessi bar-
áttusöngur byltingarinnar, djúpstæð á-
lirif. Það er vart til nokkurt rit í bók-
menntum vorum, sem hefur verið gef-
ið eins oft út og „stormfugl" Gorkis.
hað var gefið út í hverjum cinasta bæ,
því var dreift vélrituðu og fjölrituðu,
það var handskrifað, það var lesið upp
í leshringum verkamanna og stúdenta.
Að líkindum kom „Stormfuglinn" á
þessum árum út í milljónum cintaka.
I>að er engum efa bundið að herhvöt
Gorkis og logandi baráttukvæði hans
— „Stormfuglinn", „Kvæðið um fálk-
ann" — höfðu eins mikil byltingará-
hrif á fólkið og ávörpin frá einstökum
deildum flokksins, jafnvel gáfu sjálf-
ar flokksnefndirnar oft út cggjanir
Gorkis og tryggðu þeim þannig mikla
útbreiðslu á meðal fjöldans".
Kvæðið um „stormfuglinn" var citt
af þeim verkum Gorkis, sem Lenin
elskaði mest og vitnaði oft I.
Stophan G. Stephansson
(Tetkning eftlr Ríkarð Jónsson)
Stephan G. Stephansson ræðir cinnig um „Stormfugl" Gorkis í sinni
snjöllu ræðu „Hægt cr að þreyja þorrann og góuna". Hann kcrnst svo að
orði, er hann lýsir samveru sinni í járnbrautarvagninum í Kanada með
„rússneskum stritvinnumönnum og hversdagsklæddum", er voru að syngja
söngva sína:
„Rússarnir fóru að syngja sína söngva og sungu um stund. Auðvitað þekkti
ég ekki það, sem þeir fóru með, hvorki Ijóð né lag. En það lét svo mjúkt og mæ3u-
lega, að ég hlýddi á það hljómklökkur, eins og vetrarkvíðann heima, þegar hann
gjálfraði fyrir golunni úti fyrir gluggaþekjunni, eða þegar ég heyri súginn þjóta
í sölnuðu skógarlaufinu hérna á haustin.
Vagnstjórinn hastaði nú á Rússana herralega, til eftirlætis við okkur ekki —