Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 49
RÉTTTJR
177
það að mynduð verði vinstri ríkisstjórn sem byggði stefnu
sína á vinsamlegu samstarfi við alþýðusamtökin.
Þau viðhorf blasa nú við alþýðu manna
að nýlega hafa verið samþykktar á Alþingi gífuriegar álögur, sem
tugir verkalýðsfélaga um land allt hafa mótmælt sem tilfinnan-
legum árásum á Iífskjör vinnandi fólks, og
að ástandið í dýrtíðar- og efnahagsmálum er þannig, að búast má
við stórfelldum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins á þessu ári.
og af marggefinni reynslu óttast verkalýðssamtökin, að enn
verði gerðar einhliða stjórnmálaráðstafanir á kostnað hins
vinnandi fólks.
Alþingiskosningar í sumar — ári fyrr en lög standa til
— auka enn á tortryggni almennings, ]>ví að fuUkomlega
er óvíst, hvað við kann að taka upp úr kosningum, og enn
fremur allt á huldu um fyrirætlanir í efnahagsmálum.
Alþýðusamtökin óska einskis fremur en að hægt verði að
komast hjá vinnudeilum og aðrar leiðir fundnar til vernd-
ar alþýðuhagsmunum og til lausnar atvinnu-, dýrtíðar-
og efnahagsmála þjóðarinnar.
Niðurstöður vorar eru því þessar:
1. Alþýðusambandið varar alvarlega við því, að stefnt verði að
kosningum nú, á þeim grundvelli að vinstri öflin gangi tvistruð
til þeirra og berist á banaspjót.
2. Verði samt að því ráði hnigið, þá lýsir sambandsstjóm yfir
því, að hún mundi í þeim kosningum beita sér fyrir sem allra við-
tækustu samstarfi allra þeirra aðila, sem vilja vinna að mynd-
un rikisstjórnar allra vinstri flokkanna í landinu á grundvelli
stefnuskrár Alþýðusambandsins.
3. Með skírskotun til framanr:taðs skorar Alþýðusamband fs-
lands á þing Framsóknarflokksins að víkjast nú ekki undan þeirri
skyldu, að taka ákvörðun um myndun ríkisstjómar nú þegar,
sem styðjist við þann þingmeirihluta sem fyrir hendi er og sé
þannig skipuð, að verkalýðssamtökin í heild sinni geti veitt henni
stuðning og traust, — enda snúi sú ríkisstjóm sér þegar, sem
ábyrg meirihlutastjórn, að lausn aðkallandi vandamála og und-