Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 7
RETTUR
135
Rússanna. Hann hafði líka flutt nokkra af okkur moiri-mönnunum í sæmilegra
fólksfélag, ef að sæti losnuðu lengra aftur í lestinni. Loks kom hann til mín og
bauðst til að búa um mig á betri bekk. Ég naut bess víst, að ég var vitund skár
klæddur en þessir verkamenn í vinnulörfunum, og bar svo utan á mér heimiU
til króksbekkjar hjá heldra fólkinu. Ég afþakkaði boðið; kvaðst mundu reyna
að komast af litla stund lengur. Hann tók því vel og hughreysti mig með, að
skammt yrði nú þreyttum að þola. Þessi sóðasveit, sem ég sæti hjá, yrði nú að
rýma vagninn á næstu stöð.
Undir söngnum hafði ég orðið hugsi. Yfir mig hafði liðið ein þessi stund, þegar
smáatvik líta út eins og lykill að anddyri aldarfarsins, svo örlögin blasa við, aftur
og fram. Þessi angurværi kveinstafur í rússnesku röddunum (rann mér í hug),
hann er sársaukahljómurinn úr sögunni þeirra, hann er klökkvi kúgaðrar þjóðar.
Um leið og ímyndun mín rakti upp ið fáa, sem ég er fróður um í ættbálkssögu
þessa óvígasta knérunns af Ariana-ættinni, sem kallast Slavar, undir yfirgangi
Tartara, norrænna víkinga, Rómverja og stjórn sinna eigin guða og manna. IVIér
fannst ég merkja í rússnesku röddunum slag ( lífæð lýðsins.
Áður hafði ég, af hendingu, gengið á annan óm, runninn frá sömu sögu. Það
var Ijóð í lausu máli eftir Maxím Gorki, kunnasta nútíðarskáld Rússanna. Það
var hetjukvæði um mávinn, eða hvað menn vilja kalla það, þetta stormanda kyn,
sem um aldur og árdag stríðir á öldum úthafsins, steytir móti stormunum og skýzt
undan, upp í óveðrið, með skríkjandi sigurópi ins flóttafleyga, þcgar haf og himinn
virðast hafa dregið saman allt sitt afl til að kremja hann við klettabrúnina,
slcppur frá þeim lifandi, aðeins til að eiga f sama leiknum við þá upp aftur og aftur
og ævilangt. Ég skildi um hvern þetta var kveðið. Mávurinn var enginn annar
en frelsisþrá rússneska byltingarandans, í bardaga hans að bjarga landi sínu.“
Síðan segir Stephan söguna af bömunum, er þreyja skyldi þorrann og
góuna. Og svo lýkur hann hugleiðingunum um hvorttveggja svo:
,,Frelsisþrá — sjálfstæðisþrá — menningarþrá — framfaraþrá — farsældarþrá,
hvað sem á að kalla hana. Þessi þrá, sem ein gerir lífið hér að lifandi manna lífi
og mennina að mönnum — hún er mávurinn, sem Gorki orti um, og ég get dáðst
að þeim Ijóðum, með hugann f hans sporum. En sá söngur er stórþjóða-drápa, og
mér fannst ég merkja óm af brotinni bringu f rússnesku röddunum forðum. Út-
særinn er svo óendanlega víður, öldurnar svo efldar undan stormum allra átta;
framsýnin á þar svo langt að sjá til lands gegnum rokið, og vonunum villist stund-
um sýn, hvort mávinn muni bera upp að hömrunum eða höfninni.
íslenzka munnmælasagan um börnin, sú sem ég hafði yfir áðan, er að vísu
æfintýri einstæðingsins, smáþjóðarinnar okkar. En hún er þó eins og hringhenda,
með sigurhljóm í hverjum stuðli. Aðeins að þreyja þorrann til góuloka, og sjá fram
úr vetri. Það hefur íslenska þjóðin ætíð gert . . . .“.