Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 62
190
RÉTTUH
eg stend hér í kveld. — Sannfæringin um það, að SANNLEIK-
URINN MUNI GERA YKKUR FRJÁLSA. Þeim eina konungi vil
eg vinna það, sem eg vinn.
★
Stríðið
í 1. hefti, 1. árganes Réttar rltar Benedlkt Jónsson frá AuSnum grein
um striSiS; eftirfarandi brot eru tekin úr Þeirri grein:
Enginn skynsamur maður, sem með alvörugefni íhugar þessi
voðalegu fyrirbrigði mannlífsins, getur komizt hjá að spyrja
sjálfan sig: hverjar eru orsakirnar til slíkra óeðlilegra stórbylt-
inga mannlifsins, sem eru í svo algerði mótsögn við það, sem
menn hafa talið tilgang allrar þekkingar og menningar? Hverjar
eru orsakir þess, að menningarstarf þjóðanna ber slika ávexti?
Og þær orsakir verður að finna, ef nokkurntíma á endir að verða
þessara óskapa, sem líkjast álögum. Menn hafa líka leitað or-
sakanna og þótzt finna þær, en aldrei komið saman um hverjar
þær væru. Úrlausnirnar fara nefnilega eftir lífsskoðun hvers eins,
eftir þekkingu hans og skilningi á lögmálum mannlífsins, og —
því miður alloft undir aðstöðu hans í mannlífinu, undir því,
hvort hann er valdhafi á einhvern hátt, sem hefur fengin sér-
réttindi að verja, eða valdlaus auðnuleysingi, sem telur sig eiga
rétt að sækja, virkilegan eða meintan. Þetta sýnir sagan og
dagleg reynsla. Keisarinn, prússneskur herforingi og Krupp fall-
byssusmiður líta allt öðrum augum á þetta mál, en umkomulaus-
ir ástvinir, sem með örvæntingu hugsa til feðra sinna, eigin-
manna, bræðra og sona á vígvellinum, sem keyrðir eru þar út í
opinn dauðann til þess að drepa aðra menn, sem þeir eiga ekk-
ert sökótt við og engin deili vita á. Og þannig hefur þetta ætíð
verið. Machiavelli, Maltus o. fl. komust að allt annarri niðurstöðu
um orsakirnar en þeir Rousseau, Tolstoj, Krapotkin, Morris og
Henry George, og er auðsætt, að það er skilningur þessara manna
á mannlífinu og lögmálum þess, sem skilur þá. Og jafn augljóst
er hitt, að það sem skilur úrlausnir stóreignamannanna frá úr-
lausnum réttindalausra og umkomulausra daglaunamanna, er fyrst
og fremst aðstaða þeirra í mannfélaginu. Einn ske’lir skuldinni á
drottnendur þjóðanna, keisara, konunga og ráðuneyti þeirra, of-
stopa þeirra, undirferli og kúgun. Aðrir skella skuldinni á stétt-