Réttur


Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 53

Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 53
RÉTTUR 181 þing yrði rofið, enda aðhefðist stjórnin ekki neitt sem væri í andstöðu við alþýðusamtökin: 1. Alþingi samþykki þingsályktun eða frumvarp um end- urskoðun og uppsögn samningsins við Bandaríkin er gerð- ur var 5. maí 1951. 2. Alþingi samþykki frumvarp um kaup á nýjvun tog- urum og stuðning við sveitarfélög til atvinnuframkvæmda í samræmi við frumvarp fjögurra þingmanna úr þeim flokkum sem væntanlega mundu veita stjórninni stuðning eða hlutleysi. 3. Ákveðin verði og framkvæmd stækkun landhelginnar þar sem þörfin er brýnust í samræmi við fram komnar til- lögur á Alþingi. 4. Þegar verði hafizt handa tun lánsútvegun til nýrra virkjana Sogs og annarra raforkuframkvæmda. Á það var bent að Alþýðuflokkurinn og Framsókn hefðu látið í veðri vaka að þeir væru hlyntir öllum þessum málum. Svar Framsóknarflokksins var afdráttarlaust. Kvaðst flokkurinn líta á svar Sósíalistaflokksins sem neitun og ekki kæmi til mála að fallast á nein skilyrði. 27. marz lagði Ólafur Thors fram lausnarbeiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt. Sama dag var gefið út forsetabréf um þingrof frá 24. júní að telja og skulu kosningar til Alþing- is fara fram þann dag. Stjórninni var falið að gegna störf- um fram yfir kosningar. 4. april voru stofnuð kosningasamtök þeirra vinstri manna, sem lýst 'hafa fylgi sínu við stefnuyfirlýsingu Al- þýðusambands Islands og tillögu þess um samstöðu í kosningum og á Alþingi. Hlutu samtök þessi nafnið Al- þýðubandalagið. Miðstjórn þess er skipuð 9 mönnum, 4 sósíalistum og 4 vinstri Alþýðuflokksmönnum, en níundi miðstjómar- maðurinn er Finnbogi R. Valdimarsson. 1 öllum kjördæmum skulu starfa kosninganefndir banda- lagsins. Skulu þær gera tillögur um framboð. og koma fram fyrir kosningaflokksins hönd í kjördæminu. Endan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.