Réttur


Réttur - 01.06.1955, Side 53

Réttur - 01.06.1955, Side 53
RÉTTUR 181 þing yrði rofið, enda aðhefðist stjórnin ekki neitt sem væri í andstöðu við alþýðusamtökin: 1. Alþingi samþykki þingsályktun eða frumvarp um end- urskoðun og uppsögn samningsins við Bandaríkin er gerð- ur var 5. maí 1951. 2. Alþingi samþykki frumvarp um kaup á nýjvun tog- urum og stuðning við sveitarfélög til atvinnuframkvæmda í samræmi við frumvarp fjögurra þingmanna úr þeim flokkum sem væntanlega mundu veita stjórninni stuðning eða hlutleysi. 3. Ákveðin verði og framkvæmd stækkun landhelginnar þar sem þörfin er brýnust í samræmi við fram komnar til- lögur á Alþingi. 4. Þegar verði hafizt handa tun lánsútvegun til nýrra virkjana Sogs og annarra raforkuframkvæmda. Á það var bent að Alþýðuflokkurinn og Framsókn hefðu látið í veðri vaka að þeir væru hlyntir öllum þessum málum. Svar Framsóknarflokksins var afdráttarlaust. Kvaðst flokkurinn líta á svar Sósíalistaflokksins sem neitun og ekki kæmi til mála að fallast á nein skilyrði. 27. marz lagði Ólafur Thors fram lausnarbeiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt. Sama dag var gefið út forsetabréf um þingrof frá 24. júní að telja og skulu kosningar til Alþing- is fara fram þann dag. Stjórninni var falið að gegna störf- um fram yfir kosningar. 4. april voru stofnuð kosningasamtök þeirra vinstri manna, sem lýst 'hafa fylgi sínu við stefnuyfirlýsingu Al- þýðusambands Islands og tillögu þess um samstöðu í kosningum og á Alþingi. Hlutu samtök þessi nafnið Al- þýðubandalagið. Miðstjórn þess er skipuð 9 mönnum, 4 sósíalistum og 4 vinstri Alþýðuflokksmönnum, en níundi miðstjómar- maðurinn er Finnbogi R. Valdimarsson. 1 öllum kjördæmum skulu starfa kosninganefndir banda- lagsins. Skulu þær gera tillögur um framboð. og koma fram fyrir kosningaflokksins hönd í kjördæminu. Endan-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.