Réttur


Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 22

Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 22
150 RÉTTUR Á sólin að skína á skömmina ógæfubleika? Á skuld þín að stækka í ár? Er dollaraglýjan í augum þér orðin að blindu? Var erfingjaréttur þinn smár? Þér skal ekki hlíft, þó að hrjúf sé mín rödd eins og landið, sem heimtar þinn trúnað og Iið. Og vittu að í gröfinni værðin skal bregðast þér liðnum ef velur þú svikarans frið. Því stundin er runnin og heimtar þig heilan til fylgdar. Af hlut þínum dagsljóma ber. Ég fylgi þér, bróðir. Ég veit að þú hlýtur að vaka og vita hver skylda þín er: Að hlaða þeim virkjum, sem vegendur dauðanum reistu, í valkesti auðnar og sands, og afmá hvert spor, sem af stríðsmanna fótum er stigið á stein eða gras þessa lands. Þú mátt ekki bregðast mér, bróðir, því dagurinn líður og bráðum er komin sú stund að framtíðin heimtar úr höndum þér stirðnandi og köldum án hlífðar þitt æfidagspund. Þá vil ég hún sjái að með vöxtum er skuldin þín goldin og vígt er að nýju þitt land, að böm okkar geta án kinnroða nefnt okkar kynslóð og kletta og heiðar og sand. JAKOBÍNA SIGURÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.