Réttur - 01.06.1955, Page 22
150
RÉTTUR
Á sólin að skína á skömmina ógæfubleika?
Á skuld þín að stækka í ár?
Er dollaraglýjan í augum þér orðin að blindu?
Var erfingjaréttur þinn smár?
Þér skal ekki hlíft, þó að hrjúf sé mín rödd eins og landið,
sem heimtar þinn trúnað og Iið.
Og vittu að í gröfinni værðin skal bregðast þér liðnum
ef velur þú svikarans frið.
Því stundin er runnin og heimtar þig heilan til fylgdar.
Af hlut þínum dagsljóma ber.
Ég fylgi þér, bróðir. Ég veit að þú hlýtur að vaka
og vita hver skylda þín er:
Að hlaða þeim virkjum, sem vegendur dauðanum reistu,
í valkesti auðnar og sands,
og afmá hvert spor, sem af stríðsmanna fótum er stigið
á stein eða gras þessa lands.
Þú mátt ekki bregðast mér, bróðir, því dagurinn líður
og bráðum er komin sú stund
að framtíðin heimtar úr höndum þér stirðnandi og köldum
án hlífðar þitt æfidagspund.
Þá vil ég hún sjái að með vöxtum er skuldin þín goldin
og vígt er að nýju þitt land,
að böm okkar geta án kinnroða nefnt okkar kynslóð
og kletta og heiðar og sand.
JAKOBÍNA SIGURÐARDÓTTIR