Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 42
170
RÉTTUR
að af hálfu Alþfl. kæmi engin samvinna til greina, sem
Sósíalistaflokkurinn yrði aðili að.
Stefnuyfirlýsing Alþýðusambandsins vakti hins vegar
mikinn fögnuð meðal almennings. 1 öllum þremur flokkun-
um, Alþýðuflokknum, Framsóknarflokknum og Þjóðvarn-
arflokknum reis mikil alda, sem krafðist vinstra samstarfs
á þeim grundvelli sem Alþýðusambandið hafði lagt. Ráða-
menn í öllum þessum flokkum hafa aftur á móti reynt
að spyrna við fótum af öllu afli og með öllum ráðum. En
hér var við ramman reip að draga. T.d. hafa vinstri menn
í Framsóknarflokknum orðið í miklum meirihluta í Reykja-
vík.
22. janúar boðaði Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í
Reykjavík til almenns fundar um málið og var hann mjög
fjölsóttur- Á fundinum töluðu fulltrúar frá öllum þeim
flokkum, sem Alþýðusambandið hafði snúið sér til. Voru
menn á einu máli um nauðsyn vinstra samstarfs og álykt-
un þess efnis var samþykkt einróma.
Frá verkalýðsfélögunum bárust hvaðanæva einróma sam-
þykktir þar sem lýst var fullum stuðningi við stefnu Al-
þýðusambandsins og krafist vinstra samstarfs tafarlaust
á þeim grundvelli.
Þungur straumur til vinstri hefur einkennt stjórnmála-
ástandið. I stjórnarkosningum í verkalýðsfélögunum hafa
einingarmenn bætt við sig miklu fylgi og sumstaðar er
beinlínis um straumhvörf að ræða. Má sem dæmi nefna
mikla fylgisaukningu í Sjómannafélagi Reykjavíkur og í
helztu iðnfélögunum í Reykjavík. Víða hafa einingarstjórn-
ir verið sjálfkjörnar, t.d. í Dagsbrún og Iðju í Reykjavík,
og í Verkamannafélagi Akureyrar, þar sem áður hefur
farið fram hörð barátta.
Mestu skattahækkanir í þingsögunni
1 desember ákvað Landssamband íslenzkra útvegsmanna
að stöðva allan bátaflotann frá áramótum, ef ekki hefðu