Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 28
156
BÉTTUR
íslenzkt nútímaþjóðfélag sýnist mér kjörið dæmi upp á það
hvernig þjóð sem býr við allsnægtir — að minnsta kosti saman-
borið við fyrri tíma — getur farið sér að voða þegar grundvöll-
urinn sem á er byggt er annarlegur og falsaður. Oll okkar efna-
hagsiega velmegun er ýmist bein eða óbein afleiðing af styrjöld
og vígbúnaði — ekki til varnar vorum sóma, heldur til þjónk-
unar erlendum og innlendum stríðsgróðamönnum. Þegar nýsköp-
unarstefnan knúði stríðsgróðann yfir í róttækar umbætur á fram-
leiðslukerfi landsmanna gat hann að vísu snúizt til þeirra heilla
sem til var stofnað. En þegar hernámsgróðinn sigldi x kjölfarið
undir fána þveröfugra markmiða hlutu einnig þær heillir að
snúast til spotts og spillingar, eins og líka dæmin sanna.
Það er óþarft að lýsa því fyrir ykkur hversu fáránlegt skrípi
allt efnahagslíf okkar nú er orðið. Hér er að vísu kominn á víð-
tækur ríkisrekstur — ekki vantar það. Hann er bara nokkuð
einkennilegur ásýndum: stjórnarvöldin hafa sem sé þjóðnjtt öll
töp atvinnurekenda í landinu. Hinsvegar er gróðinn fenginn binu
frjálsa framtaki til ráðstöfunar upp á gamla móðinn. Tapþjóð-
nýtingin fer svo fram með þeim hætti að þeir sem mest bera
úr býtum fá hæstar uppbætur. Bátur með fimmtíu þúsund króna
hásetahlut fær til dæmis fimm sinnum hærri uppbót en hinn
sem aðeins fær tíu þúsund króna hlut. Sama máli gegnir um upp-
bætur til bænda vegna fjárskipta og annarra búrauna: því ríkari
bóndi því hærri styrkur. Allt er miðað við það að þeim sem mest
hafa sé jafnan borgið. Hinir eru aðeins látnir fijóta með til
málamynda. Afmr á móti er þessu öfugt farið um tryggingar,
fjölskyldubætur, niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum innanlands
og öðrum slíkum hlunnindum: milljónamæringurinn nýtur þar
sömu „aðstoðar” og bláfátækur verkamaður, kotbóndi eða örvasa
gamalmenni. Síðan er alltsaman skírt réttlæti og jöfnuður í nafni
guðs, bíls, tóbaks og brennivíns.
Reynt er að setja hringavitleysuna á svið sem allra flóknasta
til þess að villa um fyrir almenningi og fela þá staðreynd hvernig
ríkisvaldið er orðið einkatæki nokkurra gerspilltra hermangara
og hörmangara sem náð hafa því nær algerum einokunartökum
á jafnt innflutningi sem útflutningi landsmanna. Um leið er