Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 30
158
RÉTTUB
Bein okkar munu ekki hafa þolað hina „góðu daga" stórum
betur en önnur venjuleg mannabein. Við höfum að vísu maldað
í móinn gegn versta ósómanum — en sætt okkur annars furð-
anlega við það sem að höndum hefur borið. Og hversvegna?
Ætli það sé ekki vegna þess að við búum yfirleitt við meiri at-
vinnu, betra fæði, fínna húsnæði, fallegri föt, heldur en í gamla
daga? Ég held til dæmis að gömlu kreppukarlarnir mínir fyrir
svo sem tveim áratugum. atvinnulausir og allslausir, hefðu aldrei
að eilífu látið narra sig suður á völl — ég held að þeir hefðu
verið nógu fátækir og svangir til þess að taka sig saman í and-
litinu og segja stopp.
Forfeður okkar siluðust í gegnum hinar óralöngu aldir kúg-
unar og niðurlægingar, þar sem allt stóð eiginlega í stað nema
harmkvælin ein. Þeir voru hýddir, hengdir og höggnir, brenni-
merktir og brenndir á báli. Þeir dóu þúsundum saman úr ófeiti.
Og samt varð þjóðin aldrei hungrinu að bráð. A hún nú að deyja
úr offitu? A hún að verða saðningunni að bráð?
Nú kynni einhver að spyrja: hvað er maðurinn að fara —
hann er þó ekki að biðja um gömlu hörmungarnar yfir okkur
afmr? Nei, fjarri fer því. Eg hef löngum litið á skortinn ekki
einungis sem böl, heldur hreina og beina svívirðu bæði gagnvart
auðsæld jarðar og mannlegum virðuleik. Hinsvegar hefur mér
líka verið það ljóst, hversu hættulegt það getur verið fyrir lang-
soltinn hrakningsmann að komast allt í einu í mikinn og góð-
an mat. Það hefur smndum riðið honum að fullu. Einnig hafa
þau dæmi sögunnar jafnan verið mér harmsefni sem sýna hvernig
ytri velgengni hefur oft og tíðum leitt til almennrar spillingar og
sljógvunar. Hér má það ekki svo til ganga, jafnvel þó hægt sé
að finna því afsakanir í félagslegum forsendum. Við verðum að
gera margfalt hærri kröfur til okkar en þeirra sem búa eða búið
hafa við algeran skort. Allt annað er siðferðilegur undansláttur.
Til hvers er að berjast fyrir sívaxandi allsnægtum ef þær leiða
til æ meiri hnignunar? Er það ekki einmitt hlutverk okkar sem
sósíalista að spyrna sem fastast við þeirri almennu hugarfars-
hrörnun sem kapítalisminn hefur leitt yfir þjóðina með stríðs-
gróðabralli sínu og hermangi?