Réttur - 01.06.1955, Blaðsíða 55
RÉTTUF
183
1951, og jafnframt að tilkynna ríkisstjórn Bandaríkjanna
og ráði Norður-Atlantshafsbandalagsins, að Islendingar
óski ekki að endurnýja samninginn, m. a. með tilliti til yfir-
lýsinga um, að eigi skuli vera erlendur her á Islandi á frið-
artímum, þrátt fyrir aðild Islands að Atlantshafsbanda-
laginu.
Jafnframt skal sömu aðilum tilkynnt að Islendingar
muni heldur kjósa að sjá sjálfir um nauðsynlegt viðhald
mannvirkja og útbúnaðar (sbr. 7. gr. samningsins) en
heimila Bandaríkjunum að annast það, — þó muni Islend-
ingar ekki taka að sér neins konar hernaðarstörf — en
þess sé óskað, að allur her verði farinn héðan fyrir 5. maí
1957.
Verði ekki fallizt á þetta skal ríkisstjórnin segja samn-
ingnum upp að liðnum sex mánuðum frá því að ósk um
endurskoðun var borin fram og leggia frumvarp um upp-
sögn samriingsins og afnám lagagildis hans fyrir næsta
Alþingi.
Frá því að ósk um endurskoðun verður borin fram sbr.
1. mgr. skal ríkisstjórnin enga samninga gera um frekari
mannvirkjagerð hér á landi skv. samningnum, og jafn-
framt gera ráðstafanir til að fækkað verði starfsliði á veg-
um hersins og við mannvirki í sambandi við stöðvar hans
hér á landi, gæta þess vandlega að slík vinna valdi ekki
skorti á vinnuafli við íslenzka atvinnuvegi og framkvæmd-
ir og herða á ráðstöfunum til þess að girða fyrir öll ónauð-
synleg samskipti milli hersins og fslendinga".
Eftir að tillaga Finnboga og breytingartillögur höfðu
verið felldar var tillaga Framsóknar og Alþýðuflokksins
samþykkt gegn atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, með at-
kvæðum allra annarra flokka þingsins.
Þetta eru mikil tíðindi, enda þótt efndirnar séu algerlega
undir því komnar hvert atkvæðamagn hernámsandstæð-
ingar fá í kosningunum.
Samþykkt Alþingis vakti mikla athygli erlendis og varð
tilefni mikilla blaðaskrifa. Voru flest erlend blöð á einu