Réttur


Réttur - 01.06.1955, Page 57

Réttur - 01.06.1955, Page 57
RÉTTUR 1S5 Undanhald í landhelgismálinu Lengi hefur verið uppi þrálátur orðrómur um það, að til mála hefði komið í viðræðum milli brezkra og íslenzkra stjórnarvalda, að íslendingar breyttu stefnu sinni i land- helgismálunum gegn því að löndunarbanninu í Bretlandi yrði aflétt. Til þess að fá rétta fræðslu um þetta frá fyrstu hendi bar Einar Olgeirsson fram fyrirspurn á Alþingi í nóvember s.l. ár. Spurði hann hvort ríkisstjórnin áliti að til mála kæmi að gefa skuldbindingar um það, að færa ekki út landhelgislínuna um óákveðinn tíma. Það var ekki fyrr en í janúar þessa árs að Ólafur Thors isvaraði fyrirspurn þessari. Var svar hans á þá leið, að enginn hefði hugsað sér að semja um að færa inn nú- verandi landhelgislínu eða gefa skuldbindingar um hana sem framtíðarlausn. Spurði Einar þá hvort þetta bæri að skilja svo að ríkis- stjórnin teldi sig geta samið um það til bráðabirgða eða um takmarkaðan tíma að landhelgin yrði ekki stækkuð. Ekkert svar fékkst við því. 1 janúar fóru á ný að berast fregnir um það frá Eng- landi að þar færu fram viðræður um löndunarbannið. En 7. janúar var tilkynnt að Efnahagsstofnun Evrópu hefði lagt fram tillögur til lausnar landhelgisdeilunni, þess efn- is, að Bretar afléttu löndunarbanninu gegn því að Islend- ingar færi landhelgislínu sína ekki út fyrir núverandi fjögurra mílna takmörk. Snemma í febrúar var svo frá því skýrt, að þrír full- trúar frá íslenzkum togaraeigendum, þeir Kjartan Thors, Jón Axel Pétursson og Loftur Bjarnason hefðu farið til Parísar á fund með fulltrúum brezkra útgerðarmanna til þess að ræða löndunarbannið. Á Alþingi lágu frammi tillögur frá þingmönnum bæði úr stjórnarliðinu og stjórnarandstöðunni um nokkra stækk- un landhelginnar. Munu flestir vera á einu máli um, að

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.