Réttur - 01.01.1960, Page 15
R E T T U U
15
samstaða verkalýðsins í Reykjavík og úti um land er ætíð skilyrði
sigursins. Fyrir verkalýðinn úti um hinar dreifðu byggðir er „hátt
til himins og langt til keisarans". Hann getur óvíða barizt beint
við Reykjavíkurauðvaldið sem verkalýður höfuðborgarinnar á
hinsvegar í návígi við og hefur hvað eftir annað sigrað í hörðustu
stéttaátökum Islandssögunnar. Gagnkvæmur skilningur forustu-
manna verkalýðshreyfingarinnar úti um land og í Reykjavík á
þessu megin atriði er bráðnauðsynlegur til sigursællar séttabar-
áttu.
A þessu varð misbrestur 1958, þegar ekki tókst samstaða um að
veita mótspyrnu gegn árásum afturhaldsins eins og verkalýðs-
hreyfingin í Reykjavík taldi nauðsynlegt.
Sósíalistaflokkurinn brást hinsvegar ekki heildarhagsmunum
verkalýðshreyfingarinnar frekar en endranær. Þótt undan væri
látið á Alþingi um vorið 1958 skipulagði flokkurinn sóknarbar-
áttu verkalýðsins um sumarið og haustið og tókst að koma á algeru
samstarfi alls verkalýðs um að vinna upp það sem tapazt hafði.
Það er brýn nauðsyn að flokkurinn haldi áfram forustu sinni
í hagsmunabaráttu verkalýðsins, samræmi aðgerðir hans um land
allt og samfylki alþýðunni án tillits til stjórnmálaskoðana í þeirri
hagsmunabaráttu, því þessi barátta er jafnframt aðalframvindu-
aflið í þróuninni á Islandi.
Flokkurinn hefur einnig tryggt framgang þess réttindamáls að
breyta svo kjördæmaskipuninni í landinu 1959, að aðstaða alþýð-
unnar til einingar og jafnréttis í alþingiskosningum verður allt
önnur en áður. Var með því stigið stórt skref til aukinna lýðrétt-
inda á Islandi.
II. Forustuhlntverk flokksins í þjóðfrelsisbaráttunni.
Flokkurinn hefur frá upphafi haft forustu í frelsisbaráttu þjóð-
arinnar út á við, efnahagslegri sem pólitískri.
Eins og hann vann að því fyrstur og hiklausastur allra flokka
að lýðveldi yrði stofnað á Islandi, svo stóð hann og á verði gegn
ásælni þýzkrar og enskrar yfirdrottnunarstefnu og hefur barizt,
oft einn, gegn 18 ára ágengni bandarískrar heimsvaldastefnu og