Réttur


Réttur - 01.01.1960, Page 16

Réttur - 01.01.1960, Page 16
16 R É T T U R viðleitni hennar til að leggja ísland undir sig til frambúðar, hern- aðarlega og efnahagslega. Þótt flokknum tækist að sameina þjóðina um að neita Banda- ríkjunum um herstöðvar til 99 ára 1945, hefur sókn erlendrar heimsvaldastefnu og innlendra bandamanna hennar á árunum 1946 til 1951 valdið því að síðan hefur þjóðfrelsisbaráttan að mestu verið varnarbarátta og beinzt gegn því: 1) að Bandaríkja- her færði enn út kvíarnar, 2) að þjóðin yrði efnahagslega algerlega háð bandaríska hervaldinu, 3) og gegn þeirri hættu að erlent auð- vald kæmi upp stóriðju á Islandi. Flokkurinn hefur stjórnað þessari frelsisbaráttu þjóðarinnar gegn bandaríska imperíalismanum af fullri ábyrgðartilfinningu og gert sér fullkomlega ljóst að um líf og framtíð Islendinga var að tefla, yfirráð þjóðarinnar yfir landi sínu um ófyrirsjáanlega framtíð. Þau tvö stórvirki sem flokkurinn hefur haft forgöngu um í því skyni að leggja traustan grundvöll að sjálfstæðu íslenzku efna- hagslífi — nýsköpunin 1944—’47 og viðreisn atvinnulífsins úti um land 1956—’58 — hafa í senn verið hagsmunamál alþýð- unnar og meginatriði efnahagslegs og þar með pólitísks sjálfstæðis. Þau miklu viðskiptasambönd sem flokkurinn hefur samtímis komið á við ríki sósíalismans hafa og átt ríkan þátt í því að efla efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, jafnframt því sem þau gerðu kleift að tryggja atvinnu handa öllum og treysta þannig afkomu- öryggi alþýðunnar. Baráttan gegn imperíalismanum, sem sett hefur markt sitt á síðustu tvo áratugi, verður einnig framvegis að vera aðalatriðið í allri stefnu flokksins. Þar verður jöfnum höndum að vernda það sem enn er óglatað og endurheimta það sem andstæðingum þjóð- arinnar hefur tekizt að klófesta. Fullnaðarsigur þjóðarinnar í baráttunni við imperíalismann er forsenda fyrir sigri sósíalismans á Islandi. En samtímis varnarbaráttunni gegn bandaríska imperíalisman- um hefur flokkurinn unnið mikinn sigur, þegar honum tókst að sameina þjóðina um þá stórfelldu sókn að stækka fiskveiðiland- helgina í 12 mílur. Sá sigur vannst því aðeins að fulltrúi flokksins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.