Réttur - 01.01.1960, Síða 24
24
BÉTTUE
Til þess að verkalýðurinn geti sigrað í þessum átökum þarf
hann að afla sér bandamanna.
Sígi fylkingar saman til höfuðorustu um þetta hvorttveggja í
senn verða verkalýðurinn og bandamenn hans að gera sér ljóst að
þeir eiga einskis annars úrkostar en einbeita sér að barátmnni fyrir
því að sækja fram til þjóðfélags samvinnu og sameignar, ef lífs-
kjör, vald og frelsi vinnandi stétta á ekki að rýrna stórum frá því
sem verið hefur á undanförnum árum.
Flokksþingið telur það því höfuðverkefni flokksins á næsta
tímabili að skapa pólitísk skilyrði til að mynda þjóðfylkingu
verkamanna, annarra launþega, bænda, menntamanna og milli-
stétta, sem nái meirihluta í næstu kosningum og myndi ríkis-
stjórn til nýsköpunar þjóðfélagsins í aðalatriðum á þeim grund-
velli sem markaður var í kosningastefnuskrá Alþýðubandalagsins
haustið 1959.
Flokksþingið álítur að pólitísk skilyrði til myndunar slíkrar
þjóðfylkingar verði bezt tryggð á þennan hátt:
1. Með því að stórefla Alþýðubandalagið og sameina innan þess
alla verkalýðssinna og þjóðfrelsissinna, þ. e. Þjóðvarnarflokk-
inn og þá menn úr Alþýðuflokknum sem vilja framfylgja
upphaflegri hugsjón hans og stefnu.
2. Með samstarfi við Framsóknarflckkinn, en slíkt samstarf getur
því aðeins borið árangur að samvinnumenn og aðrir sem fylgja
róttækri stefnu sigrist á öflum auðvalds og afturhalds í flokkn-
um.
3. Með samvinnu við öll önnur öfl, einnig menn sem fylgt hafa
Sjálfstæðisflokknum og unnt reynist að hafa takmarkað sam-
starf við gegn stefnu versta afturhaldsins.
Því aðeins tekst flokknum að skapa þessi skilyrði að hann eflist
sjálfur að mannvali, marxistískum þroska og víðsýni, að félaga-
tala hans stóraukist og í honum verði alger eining um framkvæmd
þeirra verkefna sem flokksþingið setur honum.
Jafnhliða því sem sókn er hafin að þessu marki, skal einskis
látið ófreistað til þess að koma í veg fyrir að afturhaldsöflunum
utan lands og innan takist að innlima Island í kreppukerfi kapí-
talismans.