Réttur - 01.01.1960, Page 26
HELGI J. HALLDÓRSSON:
Skáldsagnagerð um lífið
í Reykjavík í dag og á
dögum Gests Pálssonar
í fyrirlestri þeim, er Gestur Pálsson flutti í Reykjavík árið 1889
og hann kallaði Nýi skáldskapurinn, kemst hann m. a. svo að orði
um idealisma og realisma, þær tvær meginstefnur, sem hann telur,
að þá togist á í bókmenntaheiminum: „Það, sem nu einkennir
idealismann, er að setja fegurðarhugmyndina öllu ofar í skáld-
skap, að heimta það, að öll yrkisefni séu fögur í sjálfu sér, eða að
yfir yrkisefnið sé dreginn þannig lagaður fegurðarhjúpur, að hið
ljóta og hversdagslega í mannlífinu hverfi fyrir einhverri annarri
veröld, betri og fegurri en sú, sem vér búum í. Realisminn setur
sannleikshugmyndina öllu ofar, heimtar að öll yrkisefni séu sönn
eða geti verið sönn, til þess að mannlífið opnist fyrir lesandanum,
svo að hann fái ljósari og réttari hugmynd um það. Idealistinn
segir: Mannlífið er svo gleðisnautt og moldu bundið, að skáld-
skapurinn verður að lyfta huganum yfir stritið og mæðuna og
búa þeim unaðsstundir á fegurðardraumanna Ijósu löndum, og
auk þess er svo margt ljótt og svo mikil spilling í mannlífinu,
að skáldskapurinn verður að sýna mönnum annan og betri og
fegurri heim, svo að þeir geti lært þar að vera góðir og dyggðugir.
Realistinn segir: Mannlífið þarf að betrast og fegrast, og skáld-
skapurinn á, eins og allir andlegir kraftar mannsins, að starfa að
því, en takmarkið næst ekki með því að kippa hugum mannanna
burt frá þeirra eigin lífi og sýna þeim fagra og góða heima, sem
þeir vita, að ekki eru til; takmarkið næst einmitt með því, að draga