Réttur


Réttur - 01.01.1960, Page 26

Réttur - 01.01.1960, Page 26
HELGI J. HALLDÓRSSON: Skáldsagnagerð um lífið í Reykjavík í dag og á dögum Gests Pálssonar í fyrirlestri þeim, er Gestur Pálsson flutti í Reykjavík árið 1889 og hann kallaði Nýi skáldskapurinn, kemst hann m. a. svo að orði um idealisma og realisma, þær tvær meginstefnur, sem hann telur, að þá togist á í bókmenntaheiminum: „Það, sem nu einkennir idealismann, er að setja fegurðarhugmyndina öllu ofar í skáld- skap, að heimta það, að öll yrkisefni séu fögur í sjálfu sér, eða að yfir yrkisefnið sé dreginn þannig lagaður fegurðarhjúpur, að hið ljóta og hversdagslega í mannlífinu hverfi fyrir einhverri annarri veröld, betri og fegurri en sú, sem vér búum í. Realisminn setur sannleikshugmyndina öllu ofar, heimtar að öll yrkisefni séu sönn eða geti verið sönn, til þess að mannlífið opnist fyrir lesandanum, svo að hann fái ljósari og réttari hugmynd um það. Idealistinn segir: Mannlífið er svo gleðisnautt og moldu bundið, að skáld- skapurinn verður að lyfta huganum yfir stritið og mæðuna og búa þeim unaðsstundir á fegurðardraumanna Ijósu löndum, og auk þess er svo margt ljótt og svo mikil spilling í mannlífinu, að skáldskapurinn verður að sýna mönnum annan og betri og fegurri heim, svo að þeir geti lært þar að vera góðir og dyggðugir. Realistinn segir: Mannlífið þarf að betrast og fegrast, og skáld- skapurinn á, eins og allir andlegir kraftar mannsins, að starfa að því, en takmarkið næst ekki með því að kippa hugum mannanna burt frá þeirra eigin lífi og sýna þeim fagra og góða heima, sem þeir vita, að ekki eru til; takmarkið næst einmitt með því, að draga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.