Réttur - 01.01.1960, Side 44
EINAR OLGEIRSSON:
»Gagnbylting« auðvalds-
ins og aðgerðir Islendinga
Inntak stefnu þeirrar, sem afturhaldsstjórnin á Islandi
nú hefur knúið fram, er gagnvart alþýðu manna eftirfar-
andi:
1. Lífskjör launþega hafa frá því í janúar 1959 verið
skert um a. m. k. 18% miðað við stærri fjölskyldur en 5
manna og einhleypinga, og er þá aðeins miðað við vísitölu
og kaupmátt tímakaups samkvæmt 'henni, án frádráttar
fyrir fjölskyldubótum ete. Framrmdan er launaskerðing
við hækkandi framfærslukostnað án vísitöluuppbótar á
kaup um ca. 8% áður en árinu lýkur, ef ekke rt væri aðgert
áður. Þetta myndi samsvara því að þá hefði hin gamla
vísitala hækkað um yfir 30% frá því í febrúar 1960 án
vísitöluuppbótar, — og hefði það einhverntíma þótt mikil
launalækkun. Auk þessarar launalækkunar, rýrna svo lífs-
kjörin einnig vegna minni vinnu og sökum hárra vaxta
og lánabannsins. — Árás afturhaldsins á lífskjör allra
launþega er því ein sú hatrammasta, sem gerð hefur verið.
2. Vald alþýðu, áhrif hennar á ríkisvald og þjóðarbú-
skap hefur verið rýrt stórum. Þær stofnanir, þar sem
alþýðan gat nokkuð fylgzt með, hvað væri að gerast um
innflutning og útflutning og að nokkru leyti haft áhrif á,
eins og Innflutningsskrifstoían og útflutningsnefndin,
hafa verið lagðar niður og vala þeirra fært til Seðlabank-
ans og afturhaldsstjórnarinnar sjálfrar. Jafnframt er
Seðlabankinn látinn taka upp afturhaldssömustu f jármála-