Réttur - 01.01.1960, Side 47
R É T T U R
47
„Að gefnu tilefni telur fulltrúafundurinn að í framtíð-
inni skuli ekki 'hefja vertíð, fyrr en tryggður hefur verið
viðunandi starfsgrundvöllur fyrir fiskiskipaflotann og
samningar undirritaðir við fiskkaupendur.“
5. Smáatvinnurekendur í iðnaði og verzlun. Með pólitík
afturhaldsins yrði þrengt að þessari stétt. ,,Prjáls“ auð-
valdsþróun drepur hana til hagsmuna fyrir auðvaldið.
Hún hefur lifað sæmilegu lífi undanfarna áratugi vegna
öruggrar afkomu alþýðunnar, er skiptir við smáiðnrek-
endur og smákaupmenn. Með frekari innlimun Islands í
kreppukerfi auðvaldsríkjanna myndi þessi stétt trömpuð
undir járnhæl erlendra auðhringa. Vaxtahækkun og
lánabönn eru forsmekkur að þeirri meðferð, sem hennar
bíður, ef afturhaldspólitíkinni er haldið áfram.
6. Verzlunarauðvaldið — þ. e. stærstu heildsalarnir, sem
iðka vestræn viðskipti, og söluhringar þeir, sem hags-
munalega séð eru flæktir inn í vestræn viðskipti, — er
sá aðili á íslandi, er knýr fram afturhaldspólitíkina í sam-
ráði við vestrænt auðvald. Það er nauðsynlegt að athuga
afstöðu þessara aðila auðvaldsins gagnvart þjóðinm:
a. Stærstu heildsalamir, þ .e. einkaauðvaldið í innflutn-
ingsverzluninni, em aðalmáttarstálpar þeirrar afturhalds-
stefnu „frjálsrar verzlunar“, sem rikisstjórnin beitir sér
fyrir. Þetta verzlunarauðvald Reykjavíkur hefur frá upp-
hafi verið voldugasti og afturhaldssamasti aðili borgara-
stéttarinnar á Islandi. Þetta verzlunarauðvald, þá í sam-
félagi við danska heildsala, keypti „danska Mogga“ á
sínum tíma og gerði hann að því auðvaldsmálgagni, sem
hann hefur verið síðan. Þetta Morgunblaðslið réði síðan
mestu um pólitík íhaldsflokksins um langt skeið. Þegar
verkalýðshreyfingin og Sósíalistaflokkurinn knúðu fram
nýsköpunarpólitíkina 1944, varð verzlunarauðvaldið að
lúta í lægra haldi fyrir hagsmunum sjávarútvegsins og
þjóðarinnar. Verzlunarauðvaldið varð síðan, er nýsköpun-
in var stöðvuð að undirlagi amerísks auðvalds, aðalalili
að „helmingaskiptastjórn“ Ihalds og Framsóknar. Og nú
L