Réttur - 01.01.1960, Page 56
MAGNÚS KJARTANSSON ritstjóri:
Níunda þing
Kommúnistaflokks Italíu
Níunda þing Kommúnistaflokks Ítalíu var haldið í Rómaborg
dagana 29. janúar til 5. febrúar í ár. Flokksþing þetta hefur
vakið mikla athygli víða um heim. Italski flokkurinn er stærsti
kommúnistaflokkur utan sósíalistísku landanna og forusta hans
hefur jafnan kunnað flestum betur að hagnýta marxismann til að
fjalla um ítölsk viðfangsefni á sjálfstæðan hátt. A þinginu voru
mættir gestir frá um 30 erlendum kommúnistaflokkum og verk-
lýðsflokkum; frá sósíalistísku löndunum og flestum löndum Vest-
urevrópu, frá Japan, Indónesíu, mörgum arabaríkjum og alla
leið frá Kanada og Argentínu. Voru þar með ýmsir heimskunnir
menn, svo sem Súsloff einn kunnasti forusmmaður Kommún-
istaflokks Sovétríkjanna og Aidit aðalritari Kommúnistaflokks
Indónesíu.
Mesta athygli vakti þó flokksþingið að sjálfsögðu innan Italíu.
A fyrsta fundinum, þegar Togliatti flutti framsöguræðu sína,
voru viðstaddir forustumenn frá öllum helztu stjórnmálaflokk-
um Italíu, og fimm manna sendinefnd frá Sósíalistaflokki Italíu
sat allt þingið. Einnig voru viðstaddir allt þingið blaðamenn frá
helztu blöðum landsins, og fluttu andstæðingablöð kommúnista
daglega ýtarlegar fréttir um það sem fram fór á þinginu. Voru
fréttir þessar svo heiðarlegar, að í lokaræðu sinni sá Togliatti
sérstaka ástæðu til að þakka andstæðingablöðunum sumum fyrir
málefnalegan fréttaflutning. Einnig var oftar en einu sinni sjón-
varpað frá störfum þingsins, þannig fékk ég til dæmis bréf frá
kennara í smábæ einum á Italíu sem hafði séð mig og heyrt