Réttur - 01.01.1960, Qupperneq 60
60
R É T T U B
aðeins öllum verkalýð og bændum, heldur og millistéttum og
smærri atvinnurekendum sem ættu rætur í hinum ýmsu héruðum
Italíu. Efnahagsþróunin í landinu hefur verið ákaflega ójöfn,
vegna valds auðhringanna og óskipulegs þjóðarbúskapar. Leiðin
til að tryggja jafnari þróun og lyfta þeim héruðum sem dregizt
hafa aftur úr er aukin sjálfstjórn héraðanna, sem ráð er fyrir gert
í stjórnarskrá Italíu og er sumstaðar komin í framkvæmd. Innan
þess ramma þurfa íbúarnir í hverju héraði, verkafólk, millistéttir
og atvinnurekendur að sameinast um sjálfstæða efnahagslega þró-
un í samræmi við aðstæður á hverjum stað og losa sig við yfir-
drottnun auðhringanna. Um skeið hefur slík samvinna tekizt á
Sikiley, allt frá kommúnistum til hægri afla, um stefnu sem
byggð var á sérstökum hagsmunum Sikileyinga; og sama er að
segja um Val d’Aosta í Norðurítalíu þar sem hliðstæð samvinna
hefur tekizt um hagsmunamál héraðsins. Togliatti lagði áherzlu
á að þessa leið bæri hiklaust að halda, auka vald héraðanna og
skipuleggja samvinnu út frá hagsmunum þeirra. Jafnframt þyrfti
að einbeita sér að því í átökunum um sjálft ríkisvaldið að tak-
marka gróða stærstu auðhringanna og tryggja eftirlit ríkisins með
þeim, skipuleggja aukinn ríkisrekstur sem væri spor í áttina þótt
í honum fælist að sjálfsögðu ekki breyting á þjóðskipulaginu. Til
þess að ná öllum þessum markmiðum þyrfti kommúnistaflokkur-
inn að beita sér fyrir víðtækari samfylkingu en nokkru sinni fyrr
og kappkosta sérstaklega að ná til vinsri aflanna í kristilega demó-
krataflokknum. Markmiðið væri að koma á nýjum meirihluta
í landinu til að knýja fram afmarkaðar breytingar, og kommún-
istaflokkurinn væri fús til að teygja sig mjög langt til að koma
slíkri samvinnu á og gæti hugsað sér margvíslegt fyrirkomulag.
Þannig lýsti Togliatti yfir því í lokaræðu sinni, að kommúnista-
flokkurinn væri fús til að styðja ríkisstjórn þótt hann tæki ekki
þátt í henni, ef hann teldi stefnumál hennar horfa til bóta, og
það þótt ekki væri um nein grundvallaratriði að ræða.
I lok ræðu sinnar ræddi Togliatti ýtarlega um lýðræðið og lagði
áherzlu á að öll barátta kommúnistaflokksins væri barátta fyrir
auknu lýðræði; kommúnistaflokkurinn hefði alltaf stutt lýðræðið
í landinu og myndi alltaf gera það. Hann minnti á þau orð Leníns