Réttur - 01.01.1960, Qupperneq 61
R É T T U R
61
að engan kínamúr væri að finna milli lýðræðis og sósíalisma, og
lagði áherzlu á að kommúnistaflokkurinn hefði alltaf sett sér það
mark að koma á sósíalisma með lýðræðislegum aðferðum, með
því að vinna meirihluta þjóðarinnar á sitt band. Sjálf meginhugs-
unin í baráttu flokksins fyrir nýjum meirihluta væri einmitt bar-
átta fyrir lýðræði, þar sem hinn vinnandi maður hefði vaxandi
áhrif á ákvörðun mála, bæði smárra og stórra. Kommúnistar
myndu virða að fullu öll ákvæði stjórnarskrárinnar — sem þeir
höfðu mikil áhrif á þegar hún var samþykkt — og einmitt kapp-
kosta að tryggja þeim fullt félagslegt gildi í framkvæmd. Komni-
únistaflokkurinn telur að ekki aðeins nú heldur og síðar, þegar
lagt verður inn á leið sósíalismans, sé sambúð og samvinna margra
flokka ekki aðeins möguleg heldur og sjálfsögð og nauðsynleg.
Meginatriði í ræðu Togliattis voru þannig þessi: I fyrsta lagi:
svo er nú komið styrk auðvaldsríkja og sósíalistískra ríkja að
styrjöld er engin lausn fyrir auðvaldsríkin heldur tortíming, og
því á nú að geta tekið við skeið friðsamlegrar þróunar. I öðru
lagi: þessar breyttu aðstæður gefa Kommúnistaflokki Italíu mögu-
leika til að hefja nýja sókn fyrir hinni víðtækustu samfylkingu
sem hafi það markmið að koma á nýjum meirihluta í Italíu,
meirihluta sem spenni frá kommúnistum, yfir sósíalista, sósíal-
demókrata og aðra miðflokka og allt til lýðræðisaflanna í kristi-
lega demókrataflokknum. I þriðja lagi: meginmarkmið þessarar
samfylkingar sé að efla og styrkja lýðræði á öllum sviðum, fé-
lagslegt, stjórnmálalegt og efnahagslegt, jafnt í verklýðsfé-
lögum og öðrum hagsmunasamtökum, bæjar og sveitarstjórnum
og héraðastjórnum, og í sjálfri landsstjórninni. Þessi meginsjón-
armið urðu svo uppistaðan í öllum störfum þingsins; nýr lýð-
ræðislegur meirihluti á Italíu varð kjörorð þess. Fluttar voru fjöl-
margar ræður, m. a. lýstu fultrúar frá flestum héruðum aðstæð-
unum heimafyrir hjá sér, og féllust allir á þær meginskilgreiningar
sem fram höfðu komið í ræðu Togliattis og töldu að þau sjónar-
mið myndu mjög auðvelda baráttuna á næstunni.
Fátt af þessum mörgu ræður verður rakið hér, þótt margar
væru fróðlegar og lærdómsríkar. Snemma á þinginu flutti vara-
formaður Sósíalistaflokks Italíu, De Martino, kveðju frá flokki