Réttur - 01.01.1960, Qupperneq 67
R É T T U R
67
gegn einokunarhringum og klerkaveldi, en afstaðan til lýðræðis
skilur á milli.
Meðan þetta ástand var reyndi Nenni að ná samvinnu við
Kristilega demókrataflokkinn og boðaði þá stefnu að þannig væri
hægt að þoka ítölskum stjórnarháttum til vinstri. Það má segja
að sú stefna sé fræðilega rétt, sagði Vecchietti, en hún er röng í
reynd. Víst er nauðsynlegt að ná samvinnu við öfl úr Kristilega
demókrataflokknum, en sú samvinna má ekki verða til þess að
breikka bilið milli kommúnista og sósíalista. Ef á kæmist sam-
vinna sósíalista og kristilegra demókrata, óháð kommúnistum,
eins og Nenni hefur boðað, myndi sú samvinna verða andkomm-
únistísk og þannig í eðli sínu í þágu auðvalds og hernaðar-
stefnu. Slíkur andkommúnismi yrði að vísu allur annar en hann
var á dögum kalda stríðsins, en stjórnmálalega myndi hann verða
barátta gegn kommúnismanum.
Slík skil á milli kommúnista og sósíalista í Italíu yrðu algerlega
neikvæð staðreynd, hélt Vecchietti áfram. Við stöndum í sömu
verklýðsfélögum, í sömu samvinnufélögum, við stjórnum sam-
an um það bil 2000 bæjar- og sveitarstjórnum, og erum sameigin-
lega í andstöðu í fjölmörgum öðrum. Þessi nána samvinna hvílir
á gömlum merg, og það yrði kreppa í allri verklýðshreyfingunni
ef upp úr slitnaði. Og fyrir sósíalistaflokkinn sjálfan yrði slík
þróun mikið áfall, við vitum að mikill fjöldi kjósenda hans myndi
þá leita til kommúnistanna.
Þessi afstaða Nennis er mjög hættuleg nú, því ástandið í Italíu
er að breytast mjög ört. Andkommúnisminn er að vísu ennþá
mjög sterkur í forustu borgaraflokkanna, en stórfelld breyting
hefur orðið á afstöðu almennings í þessum flokkum. Um langan
aldur er búið að fylla þetta fólk af hvers kyns fordómum, og
því hafa afrek sósíalistísku landanna í tækni og vísindum vakið
þeim mun meiri undrun. Aróður kalda stríðsins var í Italíu svo
ofsafenginn og blindur, að milljónir manna, einnig verkamanna,
héldu að Sovétríkin væru mjög aumt og fátækt og villimannlegt
land, og þessi áróður hefur nú komið upphafsmönnunum mjög
alvarlega í koll; fólk segir að allur áróður kalda stríðsins hafi
verið byggður á lygum. Þetta ástand hefur leitt til andlegrar ring-