Réttur - 01.01.1960, Page 68
68
R É T T TJ R
ulreiðar og upplausnar innan borgaraflokkanna, ekki sízt innan
Kristilega demókrataflokksins Af þessum ástæðum er Nenni nú
kominn í vanda með sína afstöðu, vegna þess að leiðtogar borg-
araflokkanna reyna að skjóta sér bak við hann í vandræðum
sínum.
Eg tel persónulega, sagði Vecchietti, að sú stefna Nennis að ná
samvinnu við Kristilega demókrataflokkinn sé þegar strönduð.
Hún var aldrei byggð á raunverulegum félagslegum möguleikum.
Og innan sósíalistaflokksins er andstaðan gegn þessari stefnu
mjög hörð. Við í vinstra arminum fengum á síðasta flokksþingi
42% atkvæða, en hægri armurinn 58%. Við vinstri mennirnir
höfum þegar tilkynnt Nenni að ef hann reyni að framfylgja
þessari stefnu munum við krefjast aukaþings um málið. Við telj-
um að slík samvinna komist því aðeins á að hún beinist gegn
kommúnistum. En þannig bandalag myndi engu fá áorkað í þjóð-
málunum og það myndi á stuttum tíma leiða til þess að sósíalista-
flokkurinn yrði nýr Saragatflokkur, flokkur af sama tagi og
hægrikrataflokkar Vesturevrópu. Og við í vinstra arminum erum
ekki einir um þessa afstöðu, einnig í hægra arminum er sterk
andstaða gegn þessari stefnu Nennis.
Vecchietti sagði að lokum: Eg tel að þing kommúnistaflokks-
ins hafi orðið mjög gagnlegt fyrir vinstra arm sósíalistaflokksins
og að það muni stuðla að því að auka samstöðu og samvinnu
þessara tveggja marxistísku verklýðsflokka. Við teljum að þar
hafi verið fjallað mjög skynsamlega um öll meiriháttar vandamál
og erum sammála því sem þar var sagt um leið Italíu til sósíal-
ismans og teljum að umræðurnar um lýðræði hafi verið mjög
þarflegar. Vil teljum að þetta flokksþing muni hafa mikil áhrif
á verkalýð sósíalistaflokksins, einnig þá sem hafa verið undir
áhrifum af áróðri Nennis gegn kommúnistum vegna afstöðunnar
til lýðræðis. Stefna flokksþingsins um myndun þjóðfylkingar til
að koma á nýjum meirihluta í Ítalíu er einmitt dæmi um það
hvernig í verki er hægt að fara lýðræðislega leið til sósíalismans.
Með þeirri stefnu er verið að reyna að marka í framkvæmd fræði-
legar kenningar um það hvernig unnt sé að beita stéttabaráttunni