Réttur - 01.01.1960, Page 70
BJÖRN JÓNSSON alþingismaður:
Efnahagsráðstafanirnai
í nær tvo áratugi hefur ríkt einskonar jafnvægisástand milli
þeirra höfuðafla, sem eigast við um arðskiptingu og völd í ís-
lenzku þjóðfélagi, auðmannastéttarinnar og fylgifiska hennar
annarsvegar og verkalýðsséttarinnar hinsvegar. Alþýðusamtökin
hafa allan þennan tíma verið nægilega sterk til þess að geta svar-
að hverri árás á launakjörin með árangursríkri varnarbaráttu, en
ekki megnað að sækja fram á við að nokkru marki. Til þess hefur
hana skort pólitískt vald. Auðmannastéttin hefur hinsvegar haft
slík tök á ríkisvaldinu, að hún hefur getað beitt svikamyllu verð-
bólgu og dýrtíðar gegn almenningi og þannig haldið launakjör-
unum niðri. Verkalýðshreyfingin hefur með tímabundinni þátt-
töku í ríkisstjórnum og áhrifum sínum að öðru leyti megnað
að tryggja atvinnulega uppbyggingu að því marki að hér hefur
verið meira atvinnuöryggi en í flestum öðrum auðvaldslöndum.
Hún hefur getað knúið fram þjóðnýtingu ýmiss strórreksturs, at-
vinnurekstur bæjarfélaga og fleiri opinber afskipti af atvinnu-
lífinu, þar sem gróðasjónarmið réðu ekki öllu heldur þau að
verulegum þræði að halda uppi fullri atvinnu. En hana hefur
skort stjórnmálalegt afl til þess að hafa þau tök á hinum opin-
bera rekstri, sem nauðsynleg hefðu verið til þess að atvinnuupp-
byggingin yrði hvort tveggja í senn nógu stórstíg og stöðug og
væri stýrt á þann veg að hún skilaði vinnustéttunum æ batnandi
lífskjörum.
Þau opinberu afskipti af atvinnurekstri, fjárfestingu og utan-
ríkisverzlun, sem að mestu hefur verið komið á af borgaraflokk-
unum af óhjákvæmilegri nauðsyn til þess að hafa eitthvert vit
fyrir fjármagninu og einkarekstrinum hafa verið fálmkennd