Réttur - 01.01.1960, Page 76
76
R É T T U R
og eignarskatt og nýjum útsvarslögum er stefnt rakleitt að því
marki að afnema með öllu beina stighækkandi skatta en taka í
þeirra stað upp neyzluskatta sem lenda með jöfnum þunga á
brýnustu lífsnauðsynjar, jafnvel þær sem mönnum hefur aldrei
fyrr komið til hugar að skattleggja, sem á óhófseyðslu gróðastétt-
anna. Sú fjármálastefna sem í þessu felst er að öðrum þræði tengd
ákvörðun stjórnarflokkanna um innlimun Islands í markaðsbanda-
lög auðvaldsríkjanna, en hún útheimtir að horfið verði frá þeirri
tekjuöflun ríkisins sem felst í misháum tollum og aðflutnings-
gjöldum og krefst jafnrar sköttunar á innlendan iðnað og fram-
leiðslu. En að hinu leytinu er markmiðið að losa einkafjármagnið
undan sköttum og skyldum en velta þeim að sama skapi yfir á
launastéttirnar, en þó þannig að hálaunum verði hlíft á kostnað
láglauna. Þau þrenn lög sem hér voru nefnd leggja öll saman
drjúgan spöl að baki að þessu marki, en yfirlýst er sú ákvörðun
að ganga miklu lengra þegar á næsta þingi, sérstaklega hvað
snertir skattamál félaga.
Með söluskattslögunum er söluskattur á nær allar innfluttar
vörur (2040 millj. samkv. áætlunum stjórnarinnar, sem þó gera
ráð fyrir 460 millj. kr. samdrætti innfl. miðað við nýja gengið)
hækkaður úr 7,7% miðað við tollverð í 16,5 % og jafnframt
lagður á 3% almennur söluskattur á nær allar seldar vörur,
seld verðmæti og þjónustu (5767 millj. kr.). Alls nemur sölu-
skatturinn 507,6 millj. kr. miðað við eitt ár samkv. útreikningum
stjórnarinnar, sem allir eru þó byggðir á stórfelldum samdrætti.
Frá þessari upphæð má draga samanlagða upphæð söluskatts
eins og hún var til ríkissjóðs og Utflutningssjóðs á sl. ári eða
221,4 millj. kr. Hækkunin nemur því 286,2 millj. kr. á ári.
Hin nýju tekjuskattslög lækka heildarupphæð tekju- og eigna-
skatts úr 145 milj. skv. fjárlögum 1959 í 72 milj. kr. nú eða um
73 millj. kr. Af þeirri upphæð, sem eftir verður er áætlað að
22,5 milj. kr. séu skattar einstaklinga sem jafnast munu á 1500
gjaldendur og verða því að meðaltali aðeins 1500 kr. á hvern.
Hlutur félaganna, þ. e. a. s. allra gróðafélaga landsins yrði þá
um 50 milj. kr. Engum fær því dulizt að komizt er langleið-