Réttur


Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 79

Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 79
KÉTTUR 79 sérstaka nefnd til að fylgjast með þróun austurviðskiptanna. En allt virðist þetta koma fyrir ekki. Ríkisstjórnin er algerlega á valdi þeirra afla sem hatast við þessi viðskipti og eru þess albúin að skapa markaðskreppu og atvinnuleysi fremur en láta af þeirri stefnu að brjóta þau niður. Hver eru þessi öfl? I fyrsta lagi eru það þeir erlendu aðilar sem veita Islandi nú 760 millj. kr. eyðslulán, í öðru lagi pólitískir ofstækismenn sem láta hatur sitt á þjóðskipulagi sósíalismans hafa stjórn á viti sínu og síðast en ekki sízt heildsalastéttin. En því skyldi heildsalastéttinni þykja ómætara að selja vörur frá jafnkeypislöndunum en frá frjálsgjaldeyrissvæðinu. Þær ástæð- ur eru næsta augljósar. Ein ástæðan er umboðslaunin. Þau eru yfirleitt mun hærri hjá framleiðendum á vestursvæðinu, geta jafnvel farið upp í 30—40% á einstaka vörur. Hitt er þó mikil- vægara að öllum umboðslaunum í austurviðskiptum er skilað rakleitt til gjaldeyrisbankanna og þar með útilokuð gjaldeyris- svik og skattsvik. Umboðslaun af vestursvæðinu eru hinsvegar lögð inn á einkareikninga hérlendra umboðsmanna eða innflytj- enda erlendis og engin íslenzk yfirvöld koma þar að neinskonar eftirliti. Þannig hefur fjölda íslenzkra braskara tekizt og tekst nú í sívaxandi mæli að stela hundruðum milljóna gjaldeyris og fá frítt spil með hann á erlendum vettvangi. Þannig hafa Islend- ingar eignast álitlegan hóp manna, sem með stolnu fé hafa haslað sér völl, sem alþjóðlegir braskarar. Þeir eru vissulega fleiri en Haukur Hvannberg og Vilhjálmur Þór, sem þannig „eiga" millj- ónir í fé og fyrirtækjum erlendis. Samdráttur austurviðskipta við hina nýju skipan á því ekkert skylt við það að vörur frá jafnkeypislöndunum séu ekki sam- keppnishæfar. Eins og áður greinir hefur ríkisstjórnin tekið 760 millj. kr. lán til skamms tíma til tryggingar „verzlunarfrelsinu". En við þá gífurlegu skuldasöfnun verður ekki látið sitja. Akveðið hefur verið jafnhliða þessari lántöku að gera þá viðskiptahætti að al- mennri og helzt ófrávíkjanlegri reglu að öllum vörukaupum til landsins verði velt áfram með stuttum lánum innflytjenda sjálfra og hefur í því augnamiði verið létt mjög fyrir um slíkar lántökur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.