Réttur - 01.01.1960, Side 87
RSTTUR
87
gufukatlar, færibönd og vinnuvélar. Notkun raforku í þágu iðn-
aðar var rétt að hefjast, rafmagn var nær eingöngu notað til ljósa.
I heild nam iðnaðarframleiðslan í heiminum um það bil helm-
ingnum af iðnaðarframleiðslu ársins 1925 og einum sjötta af árs-
framleiðslunni 1957.* Kolaframleiðslan (um 769 milljónir tonna)
var nær helmingur þess sem hún er nú. Framleiðsla jarðolíu var
mjög lítil, nam aðeins 20 millj. tonnum, þ .e. a. s. ársframleiðsla
jarðolíu var þá nákvæmlega jafnmikil og olíuframleiðsla Sovét-
ríkjanna er nú á tveimur mánuðum.
Yfir 90% iðnaðarframleiðslunnar kom frá Vestur-Evrópu og
Norður-Ameríku, og á það enn þá við um auðvaldsheiminn, eink-
um að því er varðar framleiðslu á framleiðslutækjum. En iðnað-
arframleiðslan hafði -— einnig í þessum löndum — engan veginn
þá úrslitaþýðingu sem hún hefur nú. Þjóðarauður Bandaríkjanna,
sem metinn var á 88,5 milljarða dollara árið 1900, skiptist þannig:
landareignir og byggingar 52,5 milljarðar, járnbrautir 9 millj-
arðar, almennar neyzluvörur (fatnaður, húsgögn o. fl.) 6,9 millj-
arðar og „framleiðsluvélar og rénnibekkir" aðeins 2,5 milljarðar
dollara. < °
Heildarumsetning auðvaldsmarkaðarins var þá minni en nú í
samanburði við framleiðslumagn, þar sem minnstur hluti af fram-
leiðsluvörum landbúnaðarins kom á markaðinn og bændur fram-
leiddu sjálfir ýmsar nauðsynjavörur sínar (brauð, fatnað, skófatnað,
hús o. s. frv.).
En einkenni spillingar og afætuháttar voru þegar farin að gera
greinilega vart við sig, einkum í Englandi og Frakklandi, eins og
W. I. Lenin lýsir í verki sínu um heimsvaldastefnuna.
Hlutverk ríkisvaldsins í þjóðarbúskap auðvaldsríkjanna var ekki
sambærilegt við það sem nú er. Ríkið átti ekki neins konar
framleiðslumannvirki, ef frá eru talin vopnabúr, skóglendi og járn-
* Reiknað út samkvæmt skýrslum um iðnaðarframleiðslu heims-
ins árið 1933 og skýrslum Sameinuðu þjóðanna. Tölur þessar eru
ekki sérlega nákvæmar, en þó má styjast við þær til þess að gera
sér grein fyrir þróuninni. Hið sama er að segja um tölur, sem
notaðar eru hér á eftir.