Réttur - 01.01.1960, Side 89
EÉTTUK
89
sem lokatakmark, gagnstætt því, sem við þekkjum í dag. í raun
og veru var öll starfsemi þessara flokka fólgin í því, að koma
fram einstökum umbótum innan ramma auðvaldsþjóðfélagsins.
Enginn leiðtogi sósíaldemókrata á Vesturlöndum gerði sér grein
fyrir leið verkalýðsstéttarinnar til valdatöku eða leitaði eftir banda-
mönnum verkalýðsins í baráttunni gegn borgarastéttinni. Þeir
litu á bændastéttina í heild sem matvælaframleiðendur, sem ekki
ættu sameiginlegra hagsmuna að gæta með verkalýðnum. End-
urskoðunarstefnan var þegar tekin að skjóta rótum meðal forrétt-
indahópa verkalýðsins og foringja verkalýðshreyfingarinnar. Ann-
að Alþjóðasambandið stóð þegar völtum fótum.
A grundveli Marxismans setti W. I. Lenin fram nýja kenningu
um öreigabyltinguna á skeiði heimsvaldastefnunnar: flokk bylt-
ingarsinna í nánum tengslum við fólkið, bandalag verkamanna og
bænda undir forustu verkalýðsins, bandamenn innan borgarastétt-
arinnar vegna innri mótsetninga hennar, jafnvel þótt að þar væri
aðeins um tímabundið bandalag að ræða.
I byrjun 20. aldar töldu borgarastéttin og hægri sósíalistar
auðvaldsskipulagið traust, óbrotgjarnt og eilíft. Fyrstu forboðar
hinnar almennu kreppu auðvaldsskipulagsins gerðu þó þegar vart
við sig. Innri lögmál auðvaldsskipulagsins leiddu til stöðugt vax-
andi andstæðna þjóðfélagsins með fámennan hóp auðjöfra annars
vegar og hinn geysilega fjölda verkalýðs heila og handar hins
vegar. Hlutfallsleg og stundum fortakslaus lífskjararýrnun verka-
lýðsins jókst og jafnframt fækkaði þeim stöðugt, sem töldu sér
það í hag, að auðvaldsskipulagið héldist við lýði um leið og
flokkur andstæðinga þess stækkaði stöðugt. Hin ójafna þróun
hlaut einnig að valda nýlendustyrjöldum til endurskiptingar heims-
ins. Almenn rás þróunarinnar færði hina óumflýjanlegu almennu
kreppu auðvaldsins stöðugt nær.
Síðustu árin, sem auðvaldsskipulagið var alls ráðandi, voru
tímabil stórstígra vísindalegra, tæknilegra og þjóðhagslegra fram-
fara.
Deilakenning Plancks og afstæðiskenning Einsteins lögðu
grundvöllinn að nútíma atómvísindum. Rafmagns- og olíumótorar
voru teknir í notkun í stórum stíl. Olíueyðslan jókst úr 20 milj.