Réttur - 01.01.1960, Page 92
92
RÉTTUE
Iðnaðarframleiðsla auðvaldsheimsins
(1901—1913 = 100)
1930 1929 1932 1938
116 176 114 181
Aukningin var þannig að meðaltali 3 % árlega, en heildaraukn-
ingin kemur í raun og veru á fyrsta áratuginn, þegar auðvalds-
markaðurinn þandist út á tímabili. Það blómaskeið endaði í djúpri
og langri offramleiðslukreppu, sem síðan hafði í för með sér langt
kyrrstöðutímabil án framleiðsluaukningar.
Hin almenna kreppa auðvaldsskipulagsins náði einnig til land-
búnaðarins í flestum auðvaldslöndum. Meðan eftirspurnin eftir
landbúnaðarvörum var mest á stríðsárunum, stækkaði ræktað
land og uppskera jókst jafnframt í löndunum vestan hafs. Afleið-
ingin varð almenn offramleiðsla matvæla, eins og ljóslegast kom
fram í heimskreppunni 1929—33. Matvæli voru eyðilögð í stór-
um stíl á sama tíma og hundruð milljóna manna liðu skort.
Spilling auðvaldsskipulagsins kom í ljós á óvenju skýran hátt.
Styrkleikahlutföllin í auðvaldsheiminum gjörhreyttust í lok
fyrri heimsstyrjaldarinnar. Austurríki-Ungverjaland klofnaði í
mörg smáríki, Osmanaríkið leið undir lok, Þýzkaland var afvopn-
að, Frakkland varð sterkasta veldið á meginlandinu og England
missti aðstöðu sína sem forysturíki þjóða heims. Bandaríkin, sem
gagnstætt Evrópulöndunum höfðu auðgazt mjög á stríðinu, tóku
nú smám saman við hlutverki þess.
Með hótunum um vígbúnaðarkaupphlaup á hafinu neyddu
Bandaríkin England til að undirrita Washingtonsáttmálann svo-
nefnda, en þar samþykkir England jafnan flotastyrk beggja ríkja.
Þar með lauk aldalangri yfirdrottnun Englendinga á hafinu og
Bandaríkin taka forystuna meðal stórvelda heimsins. Bandaríkin
náðu stöðugt meiri ítökum í efnahagslífi annarra Ameríkuríkja,
gerðu þau að hálfnýlendum sínum og þvinguðu England til þess
að láta af hinni hefðbundnu „frjálsu verzlun'' og taka upp vernd-
artolla.
Baráttan gegn Sovétríkjunum tók að móta utanríkisstefnn auð-
valdslandanna í ce ríkari mæli. Frakkland myndaði „Litla banda-