Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 97
R É T T U R
97
f) Framleiðslugetan á þessu tímabili er ekki nýtt nema til
hálfs að meðaltali. Stór hluti frjósamra landa Ameríku liggur
óræktaður. Bandaríkjastjórn keypti upp landbúnaðarvörur að
verðmæti 9 milljarða dollara af „offramleiðslubirgðum" og tók
af markaðinum. Landbúnaðarvörur eru oft eyðilagðar af ásettu
ráði.
g) I vanþróuðum löndum er framleiðnin enn mjög lág, vegna
notkunar úreltra framleiðslutækja, einkum í landbúnaðinum.
Þetta eru grundvallarorsakir þess, að meirihluti fólks í auð-
valdsheiminum býr enn við skort. Auðvaldsskipulag án skorts og
fátæktar er óhugsandi. Oll þessi atriði eru sannanir fyrir spillingu
auðvaldsskipulagsins og að það er á fallandi fæti, en jafnframt
sönnun þess, að skilyrðin fyrir því, að sósíalisminn leysi auðvalds-
skipulagið af hólmi eru þegar fyrir hendi innan auðvaldslandanna.
Þrátt fyrir það, að innri lögmál auðvaldsskipulagsins eru hin
sömu og um aldamót, hefur öll aðstaða gjörbreytzt frá því sem
þá var. Mikilvægustu breytingarnar eru þessar:
a) Við hlið hins hnignandi auðvaldsskipulags er hagkerfi sósíal-
ismans í stöðugri þróun og ncer þegar yfir meira en þriðjung
jarðar (miðað við yfirráðasvæði og fólksfjölda).
Innan auðvaldsskipulagsins eru auk nýlenduveldanna ekki að-
eins nýlendur, hálfnýlendur og fylgiríki þeirra, eins og var í byrj-
un aldarinnar. Þar er einnig vaxandi fjöldi sjálfsæðra ríkja, sem
taka afstöðu gegn auðvaldsskipulaginu og leita eftir vinsamlegum
samböndum við heim sósíalismans.
Ahyggjur vegna ósigra auðvaldsskipulagsins og baráttan gegn
kommúnismanum, varð kjarninn í stjórnarstefnu og hugmynda-
fræði borgaranna. I baráttunni gegn verkalýðnum notar einokun-
arauðvaldið sér ríkisvaldið og herinn, sem hefur verið aukinn
gífurlega og stjórnað er af mjög afturhaldssömum öflum. Aft-
urhaldið beinir öllum kröftum sínum að baráttunni gegn komm-
únistunum og hugmyndafræði kommúnismans, — gegn hinum
sósíalistiska heimi í heild. Kommúnistar eru ofsóttir, og í Vestur-
Þýzkalandi, Spáni, Argentínu, Grikklandi og fleiri löndum eru
kommúnistaflokkar bannaðir. En það eru ekki aðeins kommún-
istar, heldur öll framfarasinnuð öfl, sem verða fyrir ofsóknum.