Réttur - 01.01.1960, Qupperneq 105
B É T T U R
105
arinnar. Því fólki fækkar stöðugt, sem hefur beinna hagsmuna að
gæta í sambandi við áframhaldandi tilveru auðvaldsskipulagsins.
2) Ríkiseinokunarau8valdið, sem upp kom á tímum fyrri heims-
styrjaldarinnar, hefur styrkzt geysilega. Það kemur fram á eftirfar-
andi hátt: í yfirstjórn ríkisins á þjóðarbúskapnum, í ríkisrekstri,
í innheimtu og endurskiptingu ríkisins á stórum hluta þjóðar-
teknanna.
Eðli ríkiseinokunarauðvaldsins er fólgið í því, að ríkið og ein-
okunarhringarnir sameina krafta sína í tvennum tilgangi: viðhaldi
auðvaldsskipulagsins og endurskiptingu þjóðarteknanna auðhring-
unum í hag.
I vörn sinni fyrir auðvaldsskipulaginu nýtur einokunarauð-
valdið liðsinnis þess hluta borgarastéttarinnar, sem ekki er tengd-
ur hringavaldinu, þeirra sem lifa á rentum af eignum sínum,
gósseigenda og stórbænda, þ. e. eignastéttanna.
En með skiptingu þjóðarteknanna sér í hag en öllum öðrum
stéttum til tjóns breikkar einokunarauðvaldið stöðugt bilið milli
sín og annarra eignastétta og eykur þannig einangrun sína innan
þjóðfélagsins.
Yfirstjórn ríkisins á þjóðarbúskapnum og ríkisrekstur eru þó
enganvegin það rekstrarform, sem einokunarauðvaldið æskir. En
til þessa er gripið á styrjaldartímum og tímabilum mikilla offram-
leiðslukreppna, þegar auðvaldsskipulagið er í veði. Þá er auðvaldið
meira að segja fylgjandi þjóðnýtingu, ef á móti koma gróðavænleg-
ar skaðabætur. En um leið og það er aftur öruggt um eigin hag,
krefst það og fær fram afnám eða takmörkun yfirstjórnar ríkisins á
framleiðslunni og afhendir einstaklingum ríkisfyrirtækin á nýjan
leik.*
Af þessum sökum er þróun ríkiseinokunarauðvaldsins mjög
sveiflum háð. Endurskipting þjóðarteknanna með aðstoð ríkis-
* Árið 1959 voru „Volkswagenverksmiðjurnar“ í V-Þýzkalandi
t. d. seldar einstaklingum, og einnig „Preuss A. G.“, sem hafði
verið að nokkur leyti í eigu prússneska ríkisins allt frá því á 19.
öld. í áróðursskyni er sala þessara fyrirtækja tengd „þjóðarkapí-
talisma“, vegna þess að nokkur hluti af hlutabréfunum er seldur
verkamönnum.