Réttur


Réttur - 01.08.1931, Page 1

Réttur - 01.08.1931, Page 1
Hvað verður um tekjurnar af búi þínu, bóndi? Bóndi sæll! Þú þykist lifa við sult og seyru. Þú hefir unnið eins og kraftar þínir hafa leyft, og þú hefir neitað þér um alt annað en það, sem þú hefir nauðsynlega þurft til að halda við óskertum líkamskröftum þínum og þinna, og sennilega einnig um eitthvað þeirra hluta, sem verða að teljast nauðsynlegir. Sennilega fullnægir fæði þitt og þinna því sem nauðsynlegt er. Við skulum einnig gera ráð fyrir því, að föt þín, konu þinnar og barna séu svo rífleg, að engu ykkar geti stafað heilsutjón af klæðleysi, en líklega fullnægja húsakynni þín ekki þeim skilyrðum, sem heilbrigðisfræðin telur nauðsyn að gera kröfu til. En þú ert nægjusamur. Nægjusemin er »dygð«, sem ræktuð hefir verið í blóði þínu gegnum tugi kynslóða. Á meðan þú hefir nokkurnveginn húsaskjól, föt að klæðast og mat að borða, þá finnur þú ef til vill ekki til annars en að þú fáir viðunanlegan ávöxt af þrot- lausri vinnu þinni frá morgni til kvölds, meira muni þér ekki bera og það muni aðeins spiltum hugsunar- hætti nútímans um að kenna, ef elcki er hægt með þess- um kjörum að njóta lífsins og eiga glaða daga. Þú gerir þér ef til vill engar rellur út af því, þótt þú hafir engin ráð á því að kaupa bækur og tímarit og engan 8

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.