Réttur


Réttur - 01.08.1931, Side 2

Réttur - 01.08.1931, Side 2
Í14 HVAÐ VERÐUR UM TEKJURNAR [Rjettur tíma til að lesa, það sem þú gætir náð í á annan hátt, — þótt þú sjáir ekki nein ráð til að styrkja fróðleiks- fús og listelsk börn þín til skólanáms, — þótt þú getir ekki látið konu þinni í té hin allra nauðsynlegustu inn- anhússþægindi. — Eg dæmi þig ekki hart, þótt þannig sé komið nægjusemi þinni. Eg get vel skilið, hvernig þrotlaust strit árum saman hefir getað sljófgað til- finningu þína í'yrir því, hvers krefjast ber til handa svo fullkominni veru, sem maðurinn er, eða hver ábyrgð hvílir á þér gagnvart þeim þrám og hæfileik- um, sem bærast í brjósti barna þinna, og sem þau eiga lífshamingju sína undir, hvort fá að þroskast og njóta sín. — En svo miklu vil ég mega vonast eftir, að þú hafir orðið fyrir »spillingu« nýja tímans, að þú skiljir, að þú og ástvinir þínir myndu geta notið lífsins í rík- ara mæli, ef þú ættir þess einhvern kost að fá meiri ávöxt af striti þínu, og með því gæti líf ykkar verið bæði fullkomnara og sæluríkara. En þótt nægjusemi sé. orðin svo hreinræktuð í blóði þínu, að þú sjáir enga ástæðu til að ergja þig yfir því, þótt þú getir ekki veitt þér og þínum neitt annað en það, sem nauðsynlegt er til viðhalds lífi og limum, þá gæti hugsast, að þolinmæði þín þryti, þegar þú sæir, að nú er ekki lengur um það að ræða, að þú fáir nauð- synlegustu kröfur þínar uppfyltar, heldur safnar skuldum, þrátt fyrir ýtrasta sparnað og hvíldarlaust starf beggja ykkar hjóna. Þegar svo er komið, þá ferðu ef til vill að sjá ástæðu til að athuga, hvernig á því stendur, að ykkur er ekki einu sinni veittur réttur til brýnustu nauðþurfta og hvað muni verða um það, sem búið ykkar gefur af sér. Það vildi ég mega athuga með þér ofurlitla stund. I. Þar sem mikil vinna og litlar tekjur fara saman, geta tvær ástæður legið til grundvallar. önnur er sú,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.