Réttur


Réttur - 01.08.1931, Qupperneq 3

Réttur - 01.08.1931, Qupperneq 3
Rjettur] HVAÐ VERÐUR UM TEKJURNAR 115 að framleiðsluskilyrðin séu svo erfið, að afraksturinn á móti hverri vinnueiningu sé sérstaklega lítill, en sú gæti einnig verið ástæðan, að einhver hluti þess, sem framleitt er, meiri eða minni, sé dreginn úr höndum þess, sem framleiðir, svo að hann fái þess ekki að njóta, og verði að búa við þröngan kost, þrátt fyrir mikla vinnu og góð framleiðsluskilyrði. Ef til vill liggja báðár þessar ástæður til grundvall- ar fyrir fátækt þinni. Við skulum gera ráð fyrir að þú búir að óræktarkoti, — við lítið, þýft tún og óslétt- ar reitingsslægjur út um móa og mýrasund, þar sem hvergi er hægt að koma við nokkru fljótvirkaratækien orfi, ljá og hrífu. Þegar þú kemur auga á það, að aðrir atvinnuvegir og stórbændurnir í kringum þig nota ný og fullkomin framleiðslutæki, þá finst þér sennilega mjög skiljanlegt, að þú eigir við fátækt að búa, út frá því einu séð, að á degi hverjum framleiðir þú svo miklu minni verðmæti, sökum erfiðra framleiðsluskil- yrða, sem þú hefir við að búa. Og þú segir í hjarta þínu: Þröngur hagur minn kemur af því einu, hve lítið ég get framleitt. En nú vil ég benda þér á það, að fátækt þín kemur ekki til af því einu saman. Hún kemur einnig til af því, að þú færð ekki að öllu að njóta þessara litlu verð- mæta, sem þú framleiðir, heldur er nokkur hluti þeirra, og ekki alllítill frá þér tekinn eftir ýmsum leiðum og skal ég nú benda þér á nokkur dæmi þess. Fyrst má benda þér á það, að þú færð aldrei í þín- ar hendur sannvirði vöru þinnar. Þótt hún sé seld í samvinnufélagi og þú fáir því það, sem það félag fær fyrir vöruna að frádregnum óhjákvæmilegum kostn- aði, þá koma til hringar og auðfélög erleridis, sem láta vöruna ganga í gegnum hendur sínar og taka mikinn hluta af þeirri upphæð, sem neytandinn gefur fyrir vöruna. En það er flókið mál að reikna út eða gera áætlanir um, hve miklu sú upphæð nemur, en ekki má S*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.