Réttur


Réttur - 01.08.1931, Síða 5

Réttur - 01.08.1931, Síða 5
Rjettur] HVAÐ VERÐUR UM TEKJURNAR 117 þeirra sem féð eiga, sé ávöxtur af iðjusemi og spar- neytni, og það jafnvel þótt þér sé kunnugt um ein- hvern sveitunga þinn, sem lagt hefir 500 krónur í sparisjóðsbók. Skrifaðu því vaxtaupphæðina þína á arðránslistann. Megnið af framleiðslu þinni fer beint í það að borga nauðsynjar þínar. »Við því er þó ekkert að segja«, segir þú. »Hér er um útgjöld að ræða sem aldrei verð- ur með nokkru móti hægt að komast hjá. Fyrir mína framleiðslu fæ ég framleiðslu annara. Og þeir, sem framleiða kaffið og sykrið, mjölið og fatnaðinn, þeir þurfa vitanlega að fá fyrir sitt«. Satt er nú það. En þess skaltu gæta, að þeir, sem vöruna framleiða og þeir, sem að því vinna að koma henni til þín, þeir fá ekki nema mjög lítinn hluta þeirr- ar upphæðar, sem þú ert neyddur til að borga, þegar þú færð þessa vöru í hendur. Mikill hluti hennar og undir flestum aðstæðum mikill meiri hluti, fer til braskara, sem láta vöruna fara í gegnum hendur sín- ar, til verksmiðjueigenda og landeigenda, þar sem var- an fyrst er framleidd, til skipafélaga og til banka, sem lána fé til allskonar fyrirtækja í sambandi við vinslu og flutning á þessari vörutegund. — Við skulum gera ráð fyrir því, að þú fáir vöruna í þínar hendur hjá kaupfélaginu og þú teljir, að þar sé ekkert á hana lagt annað en það, sem nauðsynlegt er til að standast kostn- að og tryggja þetta verslunarfyrirtæki til blessunar fyrir framtíðina, en óhætt er þér þó að skrifa á lista þinn 7% af umsetningu þinni, sem bankaauðvaldinu er gefinn kostur á að leggja á vöruna, um leið og hún fer í gegnum félagið, sem þú skiftir við. Annars erum við ekki svo fjölfróðir í verslunarsökum, að við getum nákvæmlega giskað á það, hve mikið fer af framleiðslu þinni til allra þessara aðila, sem nú hafa verið taldir, enda er það mjög breytilegt, eftir því um hvaða vöru- tegund er að ræða. En ég vil aðeins vekja athylgi þína

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.