Réttur


Réttur - 01.08.1931, Side 23

Réttur - 01.08.1931, Side 23
Rjettur] FRAMSÓKN OG FÁTÆKIR BÆNDUR 135 Það er því nú hin brýnasta nauðsyn, að fátækir bændur sjái, að vonir þær, er þeir hafa gert til Fram- sóknar (um vonir þeirra til íhalds og krata þarf ekki að ræða, því þaðan búast ekki bændur við neinu g'óðu), rætast ekki og geta ekki rætst, — að Framsókn leiðir þá ekki til baráttu gegn fjandaflokki þeirra, auð- mannastjettinni, heldur tengir þá henni og ofurselur — og að innan auðvaldsskipulagsins sje þeim ekki von bættra kjara eða öruggrar afkomu. Hinir örlagarík- ustu tímar fara í hönd. Líf og hamingja þúsunda velt- ur á að öll alþýða, allir fátækir og arðrændir til sjávar og sveita, standi saman í úrslitabaráttunni við arð- ræningjann mikla, auðvaldið. Þessvegna ríður nú á að fátækir bændur, leiguliðar og aðrir verkamenn sveit- anna, fylki sjer til baráttu fyrir sósíalismanum ásamt verkalýð bæjanna. Sú stefna ein knýr fram hagsbætur og samtök fátækrar bændaalþýðu á kostnað banka- auðvaldsins, sem Framsókn þjónar,*) á kostnað versl- unarhringanna og stórkaupmannanna, sem Framsókn ekki ræður við, á kostnað stóreignamannanna, sem Framsókn hlífir. Sú stefna ein getur afnumið krepp- urnar, sem hverfa með auðvaldsskipulaginu og öllu böli þess. Þegar tálvonir bændaalþýðu um smáreksturinn og framtíð hans hverfa, — þegar loftkastalarnir um »bændavald« Framsóknar hrynja í rústir fyrir ísköld- um veruleik bankavalds Breta, — þegar bændurnir vakna upp af draumnum um »ódýru lánin« við skulda- klafa bankaauðvaldsins um háls, — þegar kreppan og verðfallið birtir öllum samvinnubændum, hve skamt samvinna í auðvaldsskipulagi nær, — þá rísa upp þau byltingaröfl, sem nú eru hulin í íslenskri bændaalþýðu, *) Sbr. stefnu.skráryfirlýsingu Framsóknar um að heimta alveg inn bankaskuldir (t. d. bænda), en kastar % miljón á ári í íslandsbanka fyrir útlent og innlent auðvald.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.